Gullhúðun umfangsmeiri en búist var við Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 11:18 Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. Vísir/Vilhelm Gullhúðun EES-reglugerða er umfangsmeiri en menn átta sig á og rökstuðningur fyrir þeim oft takmarkaður, segir Brynjar Níelsson. Einnig sé óljóst hvaðan gullhúðunin kemur, og stundum hafi menn ekki upplýsingar um það að verið sé að gullhúða. Kostnaðurinn við meira íþyngjandi regluverk hlaupi á milljörðum. Brynjar er formaður starfshóps um aðgerðir gegn gullhúðun EES-reglugerða, sem birti skýrslu um málið í vikunni. Brynjar sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gullhúðunin hefði verið heldur meiri en þau héldu. „Það sem verra er, af því að auðvitað er gullhúðun ekkert bönnuð, við getum gert meiri kröfur á íslenskt atvinnulíf ef við viljum, þá skortir mjög á það að það sé rökstutt með skýrum hætti af hverju það sé gert, og hvaða áhrif það kann að hafa,“ segir Brynjar. Þetta geti haft mikinn kostnað í för með sér fyrir atvinnulífið og hafi áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. „Nei ég veit svosem ekki hvaðan úr kerfinu þetta kemur, koma tillögurnar frá ráðherrum eða fagaðilum í umsögnum, úr ráðuneytinu? Við gátum ekkert skoðað það og við vitum það ekki, en þetta er samt að gerast,“ segir Brynjar. Aðalspurningin hafi verið „af hverju erum við að íþyngja íslensku atvinnulífi meira en við þurfum?“ Neikvæð afstaða til atvinnulífsins innbyggð í okkur öll Brynjar segist hafa það á tilfinningunni að það sé innbyggt í okkur öll að hafa neikvæða afstöðu til atvinnulífsins. „Við hugsum alltaf, það er verið að hafa af okkur eitthvað, þetta eru svindlarar, og það er bara fínt að það séu reglur fyrir þau og þau geta vel farið eftir því.“ Fólk geti hins vegar verið að pissa í skóinn sinn með því, því það komi niður á okkur öllum, séu íslensk fyrirtæki í verri stöðu en þau þurfa að vera. Hann segir að á endanum lendi allur kostnaðurinn á almenningi, en hann átti sig ekki endilega alltaf á því. Fólki finnist það bara fínt að fyrirtæki geti gert betur, það sé bara flott og við séum flottari en aðrir, eins og þetta sé bara dyggðarskreyting. Enginn veit hvernig ákvörðunin verður til Brynjar segir verið sé að reyna tryggja það að allar hugmyndir um gullhúðun komi fram strax í byrjun, þannig að hagsmunaaðilar og þingmenn sjáoi það svart áhvítu, hvað sé nákvæmlega verið að gullhúða. Þannig hafi það alls ekki verið hingað til. „Nú er þetta þannig að menn átta sig ekki á því fyrr en búið er að samþykkja lögin, að þau hafi verið gullhúðuð,“ segir Brynjar. Starfshópurinn hafi ekki verið að „leita að sökudólgum,“ hann hafi bara horft til framtíðar. Kostnaður upp á milljarða Inntur eftir því hvaða kostnað öll þessi gullhúðun hefur haft í för með sér segir Brynjar að allt svona sé fljótt að fara í milljarða. Kostnaðurinn fyrir fyrirtækin lendi svo á almenningi. Hann segir að meta þurfi hvort aðstæður séu til afhúðunar. Það sé hins vegar pólitísk ákvörðun. Starfshópurinn birti skýrsluna á þriðjudaginn. Bítið Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03 Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Brynjar sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að gullhúðunin hefði verið heldur meiri en þau héldu. „Það sem verra er, af því að auðvitað er gullhúðun ekkert bönnuð, við getum gert meiri kröfur á íslenskt atvinnulíf ef við viljum, þá skortir mjög á það að það sé rökstutt með skýrum hætti af hverju það sé gert, og hvaða áhrif það kann að hafa,“ segir Brynjar. Þetta geti haft mikinn kostnað í för með sér fyrir atvinnulífið og hafi áhrif á samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Brynjar segir að það sé ekki alltaf ljóst hvaðan gullhúðunin kemur. „Nei ég veit svosem ekki hvaðan úr kerfinu þetta kemur, koma tillögurnar frá ráðherrum eða fagaðilum í umsögnum, úr ráðuneytinu? Við gátum ekkert skoðað það og við vitum það ekki, en þetta er samt að gerast,“ segir Brynjar. Aðalspurningin hafi verið „af hverju erum við að íþyngja íslensku atvinnulífi meira en við þurfum?“ Neikvæð afstaða til atvinnulífsins innbyggð í okkur öll Brynjar segist hafa það á tilfinningunni að það sé innbyggt í okkur öll að hafa neikvæða afstöðu til atvinnulífsins. „Við hugsum alltaf, það er verið að hafa af okkur eitthvað, þetta eru svindlarar, og það er bara fínt að það séu reglur fyrir þau og þau geta vel farið eftir því.“ Fólk geti hins vegar verið að pissa í skóinn sinn með því, því það komi niður á okkur öllum, séu íslensk fyrirtæki í verri stöðu en þau þurfa að vera. Hann segir að á endanum lendi allur kostnaðurinn á almenningi, en hann átti sig ekki endilega alltaf á því. Fólki finnist það bara fínt að fyrirtæki geti gert betur, það sé bara flott og við séum flottari en aðrir, eins og þetta sé bara dyggðarskreyting. Enginn veit hvernig ákvörðunin verður til Brynjar segir verið sé að reyna tryggja það að allar hugmyndir um gullhúðun komi fram strax í byrjun, þannig að hagsmunaaðilar og þingmenn sjáoi það svart áhvítu, hvað sé nákvæmlega verið að gullhúða. Þannig hafi það alls ekki verið hingað til. „Nú er þetta þannig að menn átta sig ekki á því fyrr en búið er að samþykkja lögin, að þau hafi verið gullhúðuð,“ segir Brynjar. Starfshópurinn hafi ekki verið að „leita að sökudólgum,“ hann hafi bara horft til framtíðar. Kostnaður upp á milljarða Inntur eftir því hvaða kostnað öll þessi gullhúðun hefur haft í för með sér segir Brynjar að allt svona sé fljótt að fara í milljarða. Kostnaðurinn fyrir fyrirtækin lendi svo á almenningi. Hann segir að meta þurfi hvort aðstæður séu til afhúðunar. Það sé hins vegar pólitísk ákvörðun. Starfshópurinn birti skýrsluna á þriðjudaginn.
Bítið Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Tengdar fréttir Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03 Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Sjá meira
Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. 25. janúar 2024 19:03
Bein útsending: Kynna aðgerðir gegn gullhúðun Starfshópur utanríkisráðherra kynnir aðgerðir gegn gullhúðun EES-gerða á hádegisfundi í Þjóðminjasafninu í dag. 18. júní 2024 11:31