Gullhúðun skapi ýmislegt óæskilegt fyrir Íslendinga Bjarki Sigurðsson skrifar 25. janúar 2024 19:03 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Of oft hefur órökstudd gullhúðun átt sér stað við innleiðingu EES-reglugerða í íslensk lög. Búið er að skipa starfshóp gegn gullhúðun en umhverfisráðherra vill ráðast í afhúðun. Samkvæmt nýrri skýrslu sem gerð var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa fjölmargar EES-reglugerðir verið gullhúðaðar þegar þær voru innleiddar í íslensk lög. Hvað er gullhúðun? Gullhúðun er hugtak sem notað er þegar gengið er lengra en reglugerðin kveður á um þegar hún er innleidd. Skáldað dæmi væri til að mynda EES-reglugerð sem segir að Íslendingur megi ekki eiga meira en fimm hunda. Þegar reglugerðin er innleidd segir hún hins vegar að Íslendingur megi ekki eiga meira en tvo hunda. Búið er að setja gull utan um reglugerðina og gera hana þannig þyngri. Gullhúðaða reglugerðin olli því að þessi skáldaði einstaklingur gat einungis fengið sér tvo hunda, en ekki fimm eins og aðrir í Evrópu í skálduðu reglugerðinni.Grafík/Sara Þingið verði að vita Umhverfisráðherra segir að gullhúðun sé leyfileg en of oft hafi þingið ekki fengið að vita af því sem var í gangi. „Það kemur fram að þvert á það sem á að vera, það á alltaf að segja þinginu frá því ef um gullhúðun er að ræða, sem geta verið málefnalegrök fyri, það hefur ekki allt gerst. Við erum að sjá dæmi um það að það hafa verið settar íþyngjandi reglur á atvinnulífið og fólkið í landinu sem að skekkir okkar samkeppnisstöðu og skapar bæði mikinn kostnað og ýmislegt sem er ekki æskilegt fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Klippa: Umhverfisráðherra vill afhúðun Byrjuð að vinna gegn gullhúðuninni Nú verður unnið að því að afhúða þær gullhúðuðu reglur sem ekki eiga við rök að styðjast. Þá nær gullhúðunin til fleiri ráðuneyta. Guðlaugur vill að það verði skýrt fyrir öllum að þingið verði að vera meðvitað um þá gullhúðun sem á sér stað. Utanríkisráðherra, sem sér um mál tengd EES, hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðuninni. Hópinn leiðir Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu sem gerð var fyrir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa fjölmargar EES-reglugerðir verið gullhúðaðar þegar þær voru innleiddar í íslensk lög. Hvað er gullhúðun? Gullhúðun er hugtak sem notað er þegar gengið er lengra en reglugerðin kveður á um þegar hún er innleidd. Skáldað dæmi væri til að mynda EES-reglugerð sem segir að Íslendingur megi ekki eiga meira en fimm hunda. Þegar reglugerðin er innleidd segir hún hins vegar að Íslendingur megi ekki eiga meira en tvo hunda. Búið er að setja gull utan um reglugerðina og gera hana þannig þyngri. Gullhúðaða reglugerðin olli því að þessi skáldaði einstaklingur gat einungis fengið sér tvo hunda, en ekki fimm eins og aðrir í Evrópu í skálduðu reglugerðinni.Grafík/Sara Þingið verði að vita Umhverfisráðherra segir að gullhúðun sé leyfileg en of oft hafi þingið ekki fengið að vita af því sem var í gangi. „Það kemur fram að þvert á það sem á að vera, það á alltaf að segja þinginu frá því ef um gullhúðun er að ræða, sem geta verið málefnalegrök fyri, það hefur ekki allt gerst. Við erum að sjá dæmi um það að það hafa verið settar íþyngjandi reglur á atvinnulífið og fólkið í landinu sem að skekkir okkar samkeppnisstöðu og skapar bæði mikinn kostnað og ýmislegt sem er ekki æskilegt fyrir íslenska þjóð,“ segir Guðlaugur. Klippa: Umhverfisráðherra vill afhúðun Byrjuð að vinna gegn gullhúðuninni Nú verður unnið að því að afhúða þær gullhúðuðu reglur sem ekki eiga við rök að styðjast. Þá nær gullhúðunin til fleiri ráðuneyta. Guðlaugur vill að það verði skýrt fyrir öllum að þingið verði að vera meðvitað um þá gullhúðun sem á sér stað. Utanríkisráðherra, sem sér um mál tengd EES, hefur skipað starfshóp um aðgerðir gegn gullhúðuninni. Hópinn leiðir Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent