Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu kosta yfir 60 milljónir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 06:21 Húsnæðismarkaðurinn er erfiður fyrstu kaupendum. Vísir/Vilhelm Yfir 85 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu eru verðlagðar á yfir 60 milljónir króna, sem gerir fyrstu kaupendum erfitt fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Íbúðaverð hækkaði um 4,9 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að kaupsamningar í apríl hafi verið 1.400, þar af 229 vegna kaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Gögn benda til þess að umsvif hafi einnig verið umtalsverð í maí, þar sem margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum. „Leigumarkaðurinn ber áfram merki ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar en vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2% í maí og hefur hún hækkað um 13,3% frá því í maí í fyrra, sem er töluvert umfram hækkun íbúðaverðs (8,4%) og verðbólgu (6,2%) yfir sama tímabil,“ segir í samantektinni. Þá segir að um 2.500 leigueiningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í boði á Airbnb í maí en það veki athygli að tæplega helmingur þeirra sé í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvifin séu mest yfir sumarið en í fyrra voru um 3.700 leigueiningar í boði á höfðborgarsvæðinu í júlí og ágúst. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun kaupsamninga eru hrein íbúðalán fjármálastofnana á föstu verðlagi um þriðjungi lægri í ár miðað við árið 2022, ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði beggja ára. HMS segir þetta til marks um að kaupendahópurinn sé annar og síður háður fjármögnun á íbúðalánamarkaði. „Byggingarmarkaðurinn er drifinn áfram af fjárfestingum í mannvirkjum atvinnuvega. Heildarfjárfesting á byggingarmarkaði jókst um 5% í fyrra og nam hún 562 milljörðum króna. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingu á byggingarmarkaði á tímabilinu. Fjárfesting í mannvirkjum atvinnuvega jókst hins vegar töluvert og stóð sá flokkur einn að baki aukinni heildarfjárfestingu í greininni í fyrra,“ segir einnig í samantektinni. Mánaðarskýrsla HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt um mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir júní. Þar segir að kaupsamningar í apríl hafi verið 1.400, þar af 229 vegna kaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Gögn benda til þess að umsvif hafi einnig verið umtalsverð í maí, þar sem margar íbúðir voru teknar úr birtingu af auglýsingasíðum. „Leigumarkaðurinn ber áfram merki ójafnvægis milli framboðs og eftirspurnar en vísitala leiguverðs hækkaði um 3,2% í maí og hefur hún hækkað um 13,3% frá því í maí í fyrra, sem er töluvert umfram hækkun íbúðaverðs (8,4%) og verðbólgu (6,2%) yfir sama tímabil,“ segir í samantektinni. Þá segir að um 2.500 leigueiningar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í boði á Airbnb í maí en það veki athygli að tæplega helmingur þeirra sé í boði lengur en 90 daga á ári. Umsvifin séu mest yfir sumarið en í fyrra voru um 3.700 leigueiningar í boði á höfðborgarsvæðinu í júlí og ágúst. Það er einnig athyglisvert að þrátt fyrir fjölgun kaupsamninga eru hrein íbúðalán fjármálastofnana á föstu verðlagi um þriðjungi lægri í ár miðað við árið 2022, ef miðað er við fyrstu fjóra mánuði beggja ára. HMS segir þetta til marks um að kaupendahópurinn sé annar og síður háður fjármögnun á íbúðalánamarkaði. „Byggingarmarkaðurinn er drifinn áfram af fjárfestingum í mannvirkjum atvinnuvega. Heildarfjárfesting á byggingarmarkaði jókst um 5% í fyrra og nam hún 562 milljörðum króna. Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var einungis um þriðjungur af heildarfjárfestingu á byggingarmarkaði á tímabilinu. Fjárfesting í mannvirkjum atvinnuvega jókst hins vegar töluvert og stóð sá flokkur einn að baki aukinni heildarfjárfestingu í greininni í fyrra,“ segir einnig í samantektinni. Mánaðarskýrsla HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira