Virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 20:18 Birgir Ármannsson er forseti Alþingis og hefur virkjað ákvæði um leyniherbergi fyrir þingmenn sem vilja skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpi um veitingu ríkisborgararéttar. Vísir/Vilhelm Ákveðið var í dag að virkja leyniherbergi Alþingis vegna frumvarps um ríkisborgararétt. Þingmönnum verður í samræmi við það heimilt að skoða trúnaðargögn sem tengjast frumvarpinu í sérstöku herbergi, undir eftirliti, fram að afgreiðslu málsins. Ekki má skrifa niður eða taka myndir af gögnunum. Í tölvupósti frá skrifstofu Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að í samræmi við starfsreglur fastanefnda geti forseti Alþingis ákveðið „ef sérstakar ástæður mæla með því og eftir því er leitað, að aðgangur verði veittur þegar fyrir liggja trúnaðarupplýsingar í máli sem nefnd hefur haft til athugunar enda sé þá ljóst að málið muni koma til atkvæðagreiðslu á þingfundi.“ Í tölvupóstinum kemur enn fremur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum málsins og að forseti hafi ákveðið, í samræmi við starfsreglur, að veita þeim þingmönnum sem þess óska kost á að kynna sér gögn þeirra umsækjenda sem tillaga allsherjar- og menntamálanefndar tekur til. „Það er þannig að við eigum von á því afgreiða frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd á morgun eða hinn. Það höfðu borist óskir frá öðrum þingmönnum en þeim sem sitja í nefndinni um aðgang að gögnum,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við fréttastofu um málið. Allir verði að taka afstöðu Erindið hafi borist fyrir nokkru til skrifstofu og þau viti ekki hvort einhver ætli að nýta sér þessa heimild sem nú hefur verið virkjuð. En að í ljósi þess allir þingmenn þurfi að taka afstöðu í málinu hafi hann ekki talið sér stætt að neita þeim um aðgang að þeim gögnum sem fylgja í málinu. Hægt verður að skoða gögnin í sérstöku herbergi í Smiðju.Vísir/Steingrímur Dúi „En hann er bundinn fyllsta trúnaði,“ segir Birgir og vísar í starfsreglur fastanefnda þar sem kemur fram að þingmönnum sé heimilt að skoða trúnaðargögn í sérstöku herbergi innan þingsins. Áður hefur reynt á ákvæðið en ekki í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar segir Birgir. „Þetta eru trúnaðargögn sem varða þessa umsækjendur og þess vegna er mikill trúnaður,“ segir Birgir og að gögnin séu í mörgum tilvikum afar persónuleg. Þess vegna séu skýr fyrirmæli um skoðun þeirra. Bundnir stífum trúnaði „Reglurnar eru alveg skýrar að ef menn kynna sér þessi gögn þá eru þeir bundnir stífum trúnaði um það sem þar kemur fram,“ segir Birgir að lokum. Þingmönnum verður boðið að skoða gögnin í herberginu fram að afgreiðslu málsins í þingsal. Hægt verður að skoða gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. „Óheimilt er að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti, svo sem með því að skrifa niður upplýsingar úr þeim,“ segir í tölvupóstinum og að halda skuli skrá um alla sem koma að skoða gögnin og hvenær þau geri það. Þingmönnum sem vilja skoða gögnin er í tölvupóstinum bent á að boða komu sína til að taka frá tíma. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Í tölvupósti frá skrifstofu Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að í samræmi við starfsreglur fastanefnda geti forseti Alþingis ákveðið „ef sérstakar ástæður mæla með því og eftir því er leitað, að aðgangur verði veittur þegar fyrir liggja trúnaðarupplýsingar í máli sem nefnd hefur haft til athugunar enda sé þá ljóst að málið muni koma til atkvæðagreiðslu á þingfundi.“ Í tölvupóstinum kemur enn fremur fram að óskað hafi verið eftir aðgangi að gögnum málsins og að forseti hafi ákveðið, í samræmi við starfsreglur, að veita þeim þingmönnum sem þess óska kost á að kynna sér gögn þeirra umsækjenda sem tillaga allsherjar- og menntamálanefndar tekur til. „Það er þannig að við eigum von á því afgreiða frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar frá allsherjar- og menntamálanefnd á morgun eða hinn. Það höfðu borist óskir frá öðrum þingmönnum en þeim sem sitja í nefndinni um aðgang að gögnum,“ segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis í samtali við fréttastofu um málið. Allir verði að taka afstöðu Erindið hafi borist fyrir nokkru til skrifstofu og þau viti ekki hvort einhver ætli að nýta sér þessa heimild sem nú hefur verið virkjuð. En að í ljósi þess allir þingmenn þurfi að taka afstöðu í málinu hafi hann ekki talið sér stætt að neita þeim um aðgang að þeim gögnum sem fylgja í málinu. Hægt verður að skoða gögnin í sérstöku herbergi í Smiðju.Vísir/Steingrímur Dúi „En hann er bundinn fyllsta trúnaði,“ segir Birgir og vísar í starfsreglur fastanefnda þar sem kemur fram að þingmönnum sé heimilt að skoða trúnaðargögn í sérstöku herbergi innan þingsins. Áður hefur reynt á ákvæðið en ekki í tengslum við veitingu ríkisborgararéttar segir Birgir. „Þetta eru trúnaðargögn sem varða þessa umsækjendur og þess vegna er mikill trúnaður,“ segir Birgir og að gögnin séu í mörgum tilvikum afar persónuleg. Þess vegna séu skýr fyrirmæli um skoðun þeirra. Bundnir stífum trúnaði „Reglurnar eru alveg skýrar að ef menn kynna sér þessi gögn þá eru þeir bundnir stífum trúnaði um það sem þar kemur fram,“ segir Birgir að lokum. Þingmönnum verður boðið að skoða gögnin í herberginu fram að afgreiðslu málsins í þingsal. Hægt verður að skoða gögnin hjá nefnda- og greiningarsviði á 2. hæð í Smiðju að viðstöddum starfsmanni. „Óheimilt er að taka myndir af gögnunum eða afrita þau með öðrum hætti, svo sem með því að skrifa niður upplýsingar úr þeim,“ segir í tölvupóstinum og að halda skuli skrá um alla sem koma að skoða gögnin og hvenær þau geri það. Þingmönnum sem vilja skoða gögnin er í tölvupóstinum bent á að boða komu sína til að taka frá tíma.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Vilja opna leyniherbergið á Alþingi upp á gátt Þingmenn mælast til þess að leynd verði aflétt af skjölum varðandi afhendingu ríkisins á nýju bönkunum í hendur slitastjórna föllnu bankanna. 18. mars 2016 18:30