Íslenskir unglingar undir pari í skapandi hugsun hins daglega lífs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júní 2024 13:59 Íslensk ungmenni hafa komið illa út úr PISA-könnunum undanfarin ár. Hæfni 15 ára nemenda á Íslandi í skapandi hugsun var undir meðaltali OECD og var frammistaða drengja lakari en stúlkna. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun PISA á skapandi hugsun sem birtar voru í dag. Íslenskir nemendur hafa þó góða trú á eigin getu. Um er að ræða nýjan valkvæðan hluta PISA-könnunarinnar 2022 sem Ísland tók þátt í ásamt 63 öðrum þjóðum. Meðal annarra niðurstaðna könnunarinnar voru þær að annar hver fimmtán ára drengur byggi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Fram kemur á vefsíðu mennta- og barnamálaráðuneytisins að könnuninni sé fyrst og fremst ætlað að meta skapandi hugsun af því tagi sem allir einstaklingar búi yfir og noti í daglegu lífi. Ekki sé um að ræða mat á listrænum hæfileikum nemenda. Þetta er í fyrsta sinn sem könnun á skapandi hugsun er framkvæmd í PISA. Nemendur unnu með sögu- og textahugmyndir, settu saman einföld myndræn verk og lögðu til lausnir við samfélagslegum og vísindalegum úrlausnarefnum. Verkefnin reyndu ýmist á frumleika í hugmyndum, hugmyndaauðgi eða færni nemenda í að meta og bæta hugmyndir. Dæmi um verkefni og nánari niðurstöður er að finna í skýrslu OECD um skapandi hugsun í PISA 2022. Undir meðallagi Þátttaka í fyrirlögn verkefna um skapandi hugsun var valkvæð og tóku 64 ríki þátt, þar af 28 af 38 ríkjum OECD. Í heild var frammistaða íslenskra nemenda (30,5 stig) undir meðaltali OECD-ríkja (33 stig). Önnur Norðurlönd sem tóku þátt voru Danmörk og Finnland og frammistaða þar var betri en að jafnaði í ríkjum OECD. Á Íslandi teljast 72% nemenda búa yfir grunnhæfni PISA í skapandi hugsun en að meðaltali í OECD-ríkjum var hlutfallið 78%. Hlutfall nemenda sem teljast hafa afburðahæfni var 21% á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja var 27%. Íslenskir nemendur sýndu betri færni í verkefnum sem reyndu á frumlegar hugmyndir og verkefnum þar sem unnið var með sögu- eða textahugmyndir, miðað við önnur verkefni. Íslenskar stúlkur stóðu sig talsvert betur en drengir og þannig teljast 79% þeirra hafa grunnhæfni og 27% afburðahæfni, sem er nálægt en þó undir meðaltali stúlkna í OECD-ríkjum (82% og 31%). Munurinn er meiri meðal drengja þar sem 65% hafa grunnhæfni og tæplega 16% afburðahæfni en samsvarandi hlutföll í ríkjum OECD eru 75% og 23% að jafnaði. Nemendur hafa sterka trú á eigin getu Svör íslenskra nemenda við spurningalistum PISA gefa til kynna að þeir hafi jákvæð viðhorf gagnvart sköpun og sköpunargáfu. Miðað við jafnaldra þeirra í ríkjum OECD sjá þeir að jafnaði fleiri tækifæri til sköpunar í ólíkum greinum og trúa því frekar að sköpunargáfu sé hægt að þjálfa og efla. Íslenskir nemendur hafa einnig fremur sterka trú á eigin getu til að vera skapandi og til að leysa verkefni með skapandi hætti. Þá var meirihluti þeirra sammála því að þeir fái tækifæri (70%) og hvatningu (75%) til að vera skapandi í kennslutímum og slík upplifun var algengari hér en að jafnaði í OECD-ríkjum (63% og 64%). Aðgerðaráætlun vegna PISA 2022 Á vefsíðu mennta- og barnamálaráðuneytisins segir að ráðuneytið vinni að aðgerðaráætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA 2022 í samstarfi við breiðan hóp hagsmunaaðila. „Farið verður yfir viðbótarniðurstöður PISA um skapandi hugsun sem nú liggja fyrir og aðgerðaráætlunin uppfærð m.t.t. þeirra. Aðgerðaáætlunin verður kynnt til samráðs á föstudag og aðgerðunum hrint í framkvæmd í innleiðingu 2. áfanga menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 sem kynntur verður í haust,“ segir í tilkynningunni. Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Um er að ræða nýjan valkvæðan hluta PISA-könnunarinnar 2022 sem Ísland tók þátt í ásamt 63 öðrum þjóðum. Meðal annarra niðurstaðna könnunarinnar voru þær að annar hver fimmtán ára drengur byggi ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Fram kemur á vefsíðu mennta- og barnamálaráðuneytisins að könnuninni sé fyrst og fremst ætlað að meta skapandi hugsun af því tagi sem allir einstaklingar búi yfir og noti í daglegu lífi. Ekki sé um að ræða mat á listrænum hæfileikum nemenda. Þetta er í fyrsta sinn sem könnun á skapandi hugsun er framkvæmd í PISA. Nemendur unnu með sögu- og textahugmyndir, settu saman einföld myndræn verk og lögðu til lausnir við samfélagslegum og vísindalegum úrlausnarefnum. Verkefnin reyndu ýmist á frumleika í hugmyndum, hugmyndaauðgi eða færni nemenda í að meta og bæta hugmyndir. Dæmi um verkefni og nánari niðurstöður er að finna í skýrslu OECD um skapandi hugsun í PISA 2022. Undir meðallagi Þátttaka í fyrirlögn verkefna um skapandi hugsun var valkvæð og tóku 64 ríki þátt, þar af 28 af 38 ríkjum OECD. Í heild var frammistaða íslenskra nemenda (30,5 stig) undir meðaltali OECD-ríkja (33 stig). Önnur Norðurlönd sem tóku þátt voru Danmörk og Finnland og frammistaða þar var betri en að jafnaði í ríkjum OECD. Á Íslandi teljast 72% nemenda búa yfir grunnhæfni PISA í skapandi hugsun en að meðaltali í OECD-ríkjum var hlutfallið 78%. Hlutfall nemenda sem teljast hafa afburðahæfni var 21% á Íslandi en meðaltal OECD-ríkja var 27%. Íslenskir nemendur sýndu betri færni í verkefnum sem reyndu á frumlegar hugmyndir og verkefnum þar sem unnið var með sögu- eða textahugmyndir, miðað við önnur verkefni. Íslenskar stúlkur stóðu sig talsvert betur en drengir og þannig teljast 79% þeirra hafa grunnhæfni og 27% afburðahæfni, sem er nálægt en þó undir meðaltali stúlkna í OECD-ríkjum (82% og 31%). Munurinn er meiri meðal drengja þar sem 65% hafa grunnhæfni og tæplega 16% afburðahæfni en samsvarandi hlutföll í ríkjum OECD eru 75% og 23% að jafnaði. Nemendur hafa sterka trú á eigin getu Svör íslenskra nemenda við spurningalistum PISA gefa til kynna að þeir hafi jákvæð viðhorf gagnvart sköpun og sköpunargáfu. Miðað við jafnaldra þeirra í ríkjum OECD sjá þeir að jafnaði fleiri tækifæri til sköpunar í ólíkum greinum og trúa því frekar að sköpunargáfu sé hægt að þjálfa og efla. Íslenskir nemendur hafa einnig fremur sterka trú á eigin getu til að vera skapandi og til að leysa verkefni með skapandi hætti. Þá var meirihluti þeirra sammála því að þeir fái tækifæri (70%) og hvatningu (75%) til að vera skapandi í kennslutímum og slík upplifun var algengari hér en að jafnaði í OECD-ríkjum (63% og 64%). Aðgerðaráætlun vegna PISA 2022 Á vefsíðu mennta- og barnamálaráðuneytisins segir að ráðuneytið vinni að aðgerðaráætlun til að bregðast við niðurstöðum PISA 2022 í samstarfi við breiðan hóp hagsmunaaðila. „Farið verður yfir viðbótarniðurstöður PISA um skapandi hugsun sem nú liggja fyrir og aðgerðaráætlunin uppfærð m.t.t. þeirra. Aðgerðaáætlunin verður kynnt til samráðs á föstudag og aðgerðunum hrint í framkvæmd í innleiðingu 2. áfanga menntastefnu stjórnvalda til ársins 2030 sem kynntur verður í haust,“ segir í tilkynningunni.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42