Frammistaðan en ekki nafnið kom Ronaldo í EM-hópinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2024 10:31 Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í síðasta undirbúningslandsleik Potúgala fyrir Evrópumótið. Getty/Pedro Loureiro Cristiano Ronaldo hefur réttilega unnið sér sæti í portúgalska landsliðinu en hann hefur í kvöld leik á sínu sjötta Evrópumóti á ferlinum. Landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez var spurður á blaðamannafundi út í val sitt á hinum 39 ára gamla Ronaldo sem hefur spilað í Sádí-Arabíu síðustu ár. Fernando Santos, forveri Martinez í starfinu, tók Ronaldo út úr byrjunarliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í desember 2022 og einhverjir héldu þá að landsliðsferlinum væri jafnvel lokið. Ronaldo er hins vegar hvergi nærri hættur og hann skoraði fimmtíu mörk fyrir Al Nassr í öllum keppnum á síðasta tímabili. Cristiano Ronaldo is in the Portugal squad on merit not reputation, manager Roberto Martinez says, as they start their bid to win #Euro2024 on Tuesday.More from @TimSpiers ⬇️https://t.co/9RUJdC2Qk9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 17, 2024 „Cristiano er í landsliðinu af því að hann hefur unnið sér það inn. Það kemst enginn í portúgalska landsliðið út á nafnið eitt,“ sagði Roberto Martinez. „Cristiano skoraði 50 mörk í 51 leik, var mjög stöðugur í leikjum sínum með félagsliðinu og skoraði níu mörk fyrir okkur í undankeppninni,“ sagði Martinez. „Hann er markaskorari og fyrir okkur er hann maður sem getur bundið endahnútinn á sóknir okkar. Hann getur teygt á vörnum og opnað svæði fyrir liðsfélaga sína. Hann hefur breytt aðeins sínum leikstíl á síðustu árum. Ég segi það hreint út að það var frammistaðan en ekki nafnið sem kom Ronaldo í EM-hópinn. Tölfræðin hans sýnir það og sannar,“ sagði Martinez. Ronaldo skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Írlandi í síðasta undirbúningsleik Portúgala fyrir EM og hefur þar með skorað 130 mörk í 207 landsleikjum. Portúgal spilar við Tékkland klukkan 19.00 í kvöld en það seinni leikur dagsins á EM. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Roberto Martinez var spurður á blaðamannafundi út í val sitt á hinum 39 ára gamla Ronaldo sem hefur spilað í Sádí-Arabíu síðustu ár. Fernando Santos, forveri Martinez í starfinu, tók Ronaldo út úr byrjunarliðinu á heimsmeistaramótinu í Katar í desember 2022 og einhverjir héldu þá að landsliðsferlinum væri jafnvel lokið. Ronaldo er hins vegar hvergi nærri hættur og hann skoraði fimmtíu mörk fyrir Al Nassr í öllum keppnum á síðasta tímabili. Cristiano Ronaldo is in the Portugal squad on merit not reputation, manager Roberto Martinez says, as they start their bid to win #Euro2024 on Tuesday.More from @TimSpiers ⬇️https://t.co/9RUJdC2Qk9— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 17, 2024 „Cristiano er í landsliðinu af því að hann hefur unnið sér það inn. Það kemst enginn í portúgalska landsliðið út á nafnið eitt,“ sagði Roberto Martinez. „Cristiano skoraði 50 mörk í 51 leik, var mjög stöðugur í leikjum sínum með félagsliðinu og skoraði níu mörk fyrir okkur í undankeppninni,“ sagði Martinez. „Hann er markaskorari og fyrir okkur er hann maður sem getur bundið endahnútinn á sóknir okkar. Hann getur teygt á vörnum og opnað svæði fyrir liðsfélaga sína. Hann hefur breytt aðeins sínum leikstíl á síðustu árum. Ég segi það hreint út að það var frammistaðan en ekki nafnið sem kom Ronaldo í EM-hópinn. Tölfræðin hans sýnir það og sannar,“ sagði Martinez. Ronaldo skoraði tvívegis í 3-0 sigri á Írlandi í síðasta undirbúningsleik Portúgala fyrir EM og hefur þar með skorað 130 mörk í 207 landsleikjum. Portúgal spilar við Tékkland klukkan 19.00 í kvöld en það seinni leikur dagsins á EM.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira