Erlent

Hyggjast einka­væða ríkismiðil Frakka

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Jordan Bardella ásamt Marine Le Pen.
Jordan Bardella ásamt Marine Le Pen. Getty

Öfgahægriflokkur Marine Le Pen, Þjóðfylkingin, stefnir að því að einkavæða ríkisfjölmiðilinn í Frakklandi, nái flokkurinn hreinum meirihluta í komandi þingkosningum. 

Gengið verður til kosninga í Frakklandi eftir tvær vikur. Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til kosninga í skyndi eftir að flokkur hans hlaut helmingi færri atkvæði en Þjóðfylkingin í Evrópukosningum á dögunum.

Samkvæmt skoðanakönnunum mælist Þjóðfylkingin með mest fylgi um þessar mundir, en kosningarnar fara að öllum líkindum fram í tveimur umferðum.

Jordon Bardella er forseti flokksins og deilir forystu með Marine Le Pen. Í samtali við franska fjölmiðla sagði hann að stefna flokksins væri að leggja niður ríkismiðilinn og spara þar með um þrjá milljarða evra, sem jafngildir rúmlega 400 milljörðum króna. Hann sagði að það myndi taka tíma og „myndi ekki gerast á 24 tímum“.

Frakkland þyrfti „smá frelsi, smá súrefni,“ eins og Bardella komst að orði. Margt af því efni sem væri flutt á ríkismiðlinum væri „vinstrisinnað eða öfgavinstrisinnað“ og það ætti ekki að vera „tabú“ að ræða einkavæðingu. Nánar er fjallað um málið í frétt Guardian


Tengdar fréttir

Hver er þessi 28 ára maður sem gæti orðið forsætisráðherra Frakka?

Jordan Bardella er 28 ára gamall, óháskólagengin, hefur ekki reynslu af því að vera í ríkisstjórn, hefur hvergi unnið nema hjá stjórnmálaflokknum Þjóðfylkingunni og hjá fyrirtæki föður síns. Þrátt fyrir það eru talsverðar líkur á að Bardella verði næsti forsætisráðherra Frakklands.

Reyna að mynda banda­lög fyrir skyndi­kosningar í Frakk­landi

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar um helgina. Bandalag við hægriöfgamenn veldur á sama tíma sundrungu á meðal íhaldsmanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×