Mbappé með ákall til kjósenda í Frakklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 14:31 Kylian Mbappé hefur áhyggjur af stöðunni í frönskum stjórnmálum. AP/Hassan Amma Kylian Mbappé var pólitískur á blaðamannafundi franska landsliðsins fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í fótbolta. Mbappé kallaði þar eftir því að franskir kjósendur styðji ekki öfgaflokka í komandi kosningum og tók þar með undir orð liðfélaga síns Marcus Thuram frá deginum áður. Thuram hafði lýst yfir áhyggjum sínum af auknu fylgi franska þjóðernisflokksins Rassemblement National sem er mjög hægrisinnaður poppúlistaflokkur. Kosningar fara fram í Frakklandi í lok júní. „Ég deili sömu gildum og Marcus. Auðvitað styð ég hann. Hann gekk ekki of langt að mínu mati. Það er málfrelsi og ég fylgi honum í skoðunum,“ sagði Mbappé. „Við sem franskir ríkisborgarar megum ekki aðskilja okkur frá heiminum í kringum okkur. Við vitum að við erum á mikilvægum stað í sögu okkar þjóðar og í raun í fordæmislausri stöðu. Ég vil því ávarpa frönsku þjóðina. Öfgahópar eru komnir nálægt valdastöðum en við sjálf erum í þeirri stöðu að geta valið framtíð okkar þjóðar,“ sagði Mbappé. „Ég hvet því unga fólkið okkar til að fara á kjörstað og vona að þau átti sig á alvarleika stöðunnar. Ég vona að ég geti haft einhver áhrif og ég vona að ég verði enn þá stoltur af því að klæðast þessari treyju 7. júlí næstkomandi,“ sagði Mbappé. Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar. Fyrsti leikur franska liðsins á mótinu er á móti Austurríki í kvöld. EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira
Mbappé kallaði þar eftir því að franskir kjósendur styðji ekki öfgaflokka í komandi kosningum og tók þar með undir orð liðfélaga síns Marcus Thuram frá deginum áður. Thuram hafði lýst yfir áhyggjum sínum af auknu fylgi franska þjóðernisflokksins Rassemblement National sem er mjög hægrisinnaður poppúlistaflokkur. Kosningar fara fram í Frakklandi í lok júní. „Ég deili sömu gildum og Marcus. Auðvitað styð ég hann. Hann gekk ekki of langt að mínu mati. Það er málfrelsi og ég fylgi honum í skoðunum,“ sagði Mbappé. „Við sem franskir ríkisborgarar megum ekki aðskilja okkur frá heiminum í kringum okkur. Við vitum að við erum á mikilvægum stað í sögu okkar þjóðar og í raun í fordæmislausri stöðu. Ég vil því ávarpa frönsku þjóðina. Öfgahópar eru komnir nálægt valdastöðum en við sjálf erum í þeirri stöðu að geta valið framtíð okkar þjóðar,“ sagði Mbappé. „Ég hvet því unga fólkið okkar til að fara á kjörstað og vona að þau átti sig á alvarleika stöðunnar. Ég vona að ég geti haft einhver áhrif og ég vona að ég verði enn þá stoltur af því að klæðast þessari treyju 7. júlí næstkomandi,“ sagði Mbappé. Hægri flokkar bættu við sig miklu fylgi í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar. Fyrsti leikur franska liðsins á mótinu er á móti Austurríki í kvöld.
EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja Sjá meira