Skotland mætti til leiks gegn gestgjöfum Þýskalands. Þar fóru Þjóðverjar með öruggan sigur.

Sir Alex er auðvitað Skoti og mikill aðdáandi landsliðsins. Hann spilaði fjóra A-landsleiki og skoraði þrjú mörk á sínum tíma sem leikmaður. Þar að auki var hann aðstoðarþjálfari Skotlands á HM 1986, hann tók svo við Manchester United síðar sama ár.
Mourinho er einnig fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United en hefur stýrt fjölda félaga. Hann var mikill keppinautur Sir Alex og þeir hafa mæst margoft. Sir Alex alltaf hjá United en Mourinho hjá Porto, Chelsea, Inter Milan eða Real Madrid
Þeir virðast hafa grafið allar stríðsaxir og voru báðir léttir á bárunni þegar myndavélar náðu þeim á spjalli á meðan leik stóð.
Sir Alex Ferguson and Jose Mourinho are sitting together at the Allianz Arena to watch Germany vs. Scotland tonight 🤝#euro2024 pic.twitter.com/axSyDdjqa9
— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 14, 2024
Sir Alex Ferguson is sat next to Jose Mourinho to watch the Euros opener. Greatness 🧠 pic.twitter.com/6mqJRShOFE
— ESPN UK (@ESPNUK) June 14, 2024