Innlent

Lokað í Bláa lóninu vegna gasmengunar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Staðan verður endurmetin í hádeginu.
Staðan verður endurmetin í hádeginu. vísir/vilhelm

Lokað verður í Bláa lóninu til hádegis í það minnsta í dag vegna slæmra loftgæða. Í nótt var suðaustanátt og gasmengun úr eldgosinu í Sundhnúkagígum blés til norðvesturs yfir Reykjanesbæ og Bláa lónið.

Í dag er spáð frekari austlægri áttum og berst mengun vestur yfir Reykjanesið.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Það er lokað til hádegis en það láðist að uppfæra heimasíðuna. Það er lokað til hádegis í það minnsta og svo metum við stöðuna.

Nánari upplýsingar verða veittar þegar líður á daginn, segir í tilkynningu á heimasíðu Bláa lónsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×