Auka framlag Íslands til UNRWA um hundrað milljónir Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2024 17:33 Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, heilsar Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, við upphaf ráðstefnunnar í dag. Mynd/Stjórnarráðið Ísland eykur framlag sitt til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) um hundrað milljónir. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tilkynnti um framlagið á ráðstefnu sem hann sótti fyrir hönd forsætisráðherra í Jórdaníu. Samanlagt munu stjórnvöld þá hafa lagt til UNRWA 290 milljónir á þessu ári. Jórdaníukonungur, forseti Egyptalands og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna buðu til ráðstefnunnar og hana sækja þjóðarleiðtogar og ráðamenn víða að. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir af þessu tilefni, í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, að íslensk stjórnvöld muni halda áfram að leggja sitt af mörkum til mannúðaraðstoðar, og friðar- og enduruppbyggingar á svæðinu. Hún segir jafnframt mikilvægt að vopnahléi verði komið á hið fyrsta, svo hægt sé að hlúa að þjáðum og hungruðum á Gasa, og að gíslum sem enn eru í haldi Hamas verði sleppt. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ásamt Philippe Lazzarini framkvæmdastjóra Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA).Mynd/Stjórnarráðið „Við hvetjum til þess að öryggisályktun gærdagsins verði innleidd strax – þessari hringrás ofbeldis verður að linna,“ segir Þórdís Kolbrún. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur í sama streng. „Börn geta aldrei borið ábyrgð á stríðsrekstri annarra og það er óásættanlegt að þau gjaldi fyrir með lífi sínu. Ísland mun nú, líkt og áður fyrr, beita sér fyrir vopnahléi, lausn gísla og varanlegum friði á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar.“ Friðaráætlun vekur von Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að á ráðstefnunni í Jórdaníu hafi staða mannúðarmála, nauðsyn aukinnar mannúðaraðstoðar og fyrstu skref að enduruppbyggingu Gaza verið í brennidepli. „Friðaráætlun Bandaríkjaforseta sem öryggisráðið ályktaði um í gærkvöldi hefur vakið vonir um að vopnahlé komist á og hafa leiðtogar víða um heim hvatt til þess að stríðandi fylkingar setjist að samningaborðinu.“ Fulltrúar Hamas-samtakanna og Ísraela hafa samþykkt friðaráætlunina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir hana í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti um áætlunina í lok síðasta mánaðar. Hún felur meðal annars í sér að Ísraelar dragi herlið sitt frá Gasa og að gíslum Hamas verði skilað í skiptum fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Jórdanía Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12 Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Jórdaníukonungur, forseti Egyptalands og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna buðu til ráðstefnunnar og hana sækja þjóðarleiðtogar og ráðamenn víða að. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir af þessu tilefni, í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu, að íslensk stjórnvöld muni halda áfram að leggja sitt af mörkum til mannúðaraðstoðar, og friðar- og enduruppbyggingar á svæðinu. Hún segir jafnframt mikilvægt að vopnahléi verði komið á hið fyrsta, svo hægt sé að hlúa að þjáðum og hungruðum á Gasa, og að gíslum sem enn eru í haldi Hamas verði sleppt. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, ásamt Philippe Lazzarini framkvæmdastjóra Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA).Mynd/Stjórnarráðið „Við hvetjum til þess að öryggisályktun gærdagsins verði innleidd strax – þessari hringrás ofbeldis verður að linna,“ segir Þórdís Kolbrún. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tekur í sama streng. „Börn geta aldrei borið ábyrgð á stríðsrekstri annarra og það er óásættanlegt að þau gjaldi fyrir með lífi sínu. Ísland mun nú, líkt og áður fyrr, beita sér fyrir vopnahléi, lausn gísla og varanlegum friði á grundvelli tveggja ríkja lausnarinnar.“ Friðaráætlun vekur von Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að á ráðstefnunni í Jórdaníu hafi staða mannúðarmála, nauðsyn aukinnar mannúðaraðstoðar og fyrstu skref að enduruppbyggingu Gaza verið í brennidepli. „Friðaráætlun Bandaríkjaforseta sem öryggisráðið ályktaði um í gærkvöldi hefur vakið vonir um að vopnahlé komist á og hafa leiðtogar víða um heim hvatt til þess að stríðandi fylkingar setjist að samningaborðinu.“ Fulltrúar Hamas-samtakanna og Ísraela hafa samþykkt friðaráætlunina. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna lagði blessun sína yfir hana í gær. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti um áætlunina í lok síðasta mánaðar. Hún felur meðal annars í sér að Ísraelar dragi herlið sitt frá Gasa og að gíslum Hamas verði skilað í skiptum fyrir palestínska fanga í ísraelskum fangelsum.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Jórdanía Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11 Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12 Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Merki um stríðsglæpi beggja fylkinga þegar gíslar voru frelsaðir Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segir að gjörðir bæði Ísraelshers og Hamas-samtakanna þegar Ísraelar frelsuðu fjóra gísla úr haldi um helgina gætu talist stríðsglæpir. Á þriðja hundrað manna féll í hernaðaraðgerðinni. 11. júní 2024 10:11
Öryggisráðið styður friðartillögu Biden Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að styðja við þriggja fasa vopnahlésáætlun á milli Hamas og Ísrael á Gasa. Áætlunin var lögð fram af forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, við lok síðasta mánaðar.Fjórtán af fimmtán meðlimum ráðsins samþykktu að styðja tillöguna. Rússar sátu hjá. 10. júní 2024 21:12
Fullyrða að gíslar hafi fundist í haldi blaðamanns Ísraelsher heldur því fram að þrír gíslar sem voru frelsaðir úr haldi í hernaðaraðgerð á Gasa um helgina hafi verið í haldi blaðamanns sem starfaði fyrir katörsku sjónvarpsstöðina al-Jazeera. Fjölmiðillinn segir ásakanirnar stoðlausar. 10. júní 2024 09:27