Fótbolti

De Jong ekki með Hollandi á EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Frenkie de Jong verður ekki með á EM 2024.
Frenkie de Jong verður ekki með á EM 2024. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN

Frenkie de Jong, miðjumaður Barcelona, verður ekki með Hollandi á Evrópumóti karla í fótbolta sem hefst á föstudaginn kemur.

Hinn 27 ára gamli De Jong hefur verið lykilmaður í liði Hollands undanfarin ár en verður hvergi sjáanlegur þegar Hollendingar mæta til leiks í Þýskalandi. Knattspyrnusamband Hollands greindi frá tíðindunum í gærkvöld. Ekki kemur fram nákvæmlega hvað er að hrjá De Jong en hann ku vera að glíma við meiðsli.

Það var ekki að sjá að fjarvera De Jong hefði mikil áhrif á spilamennsku liðið gegn Íslandi þegar liðin mættust í Rotterdam í gær, mánudag. Hollendingar unnu sannfærandi 4-0 sigur sem var síst of stór.

Holland er í D-riðli á EM ásamt Frakklandi, Póllandi og Austurríki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×