Fótbolti

Mörk Hollands gegn Ís­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Xavi Simons spyr fólkið hvort það sé ekki að skemmta sér vel.
Xavi Simons spyr fólkið hvort það sé ekki að skemmta sér vel. EPA-EFE/PIETER STAM DE JONGE

Holland lagði Ísland 4-0 þegar liðin mættust í vináttulandsleik karla í knattspyrnu. Um var að ræða síðasta leik Hollands áður en liðið heldur á Evrópumótið sem fram fer í Þýskalandi. 

Um var að ræða síðasta leik Hollands áður en liðið heldur á Evrópumótið sem fram fer í Þýskalandi. Mótið hefst núna á föstudag, 14. júní, og endar sléttum mánuði síðar, 14. júlí. Holland er í D-riðli ásamt Frakklandi, Póllandi og Austurríki. 

Xavi Simons kom Hollandi yfir um miðbik fyrri hálfleik, staðan 1-0 þegar flautað var til loka hans. Það tók heimamenn aðeins nokkrar mínútur að tvöfalda forystuna í síðari hálfleik, Virgil Van Dijk þar að verki.

Það voru svo varamennirnir Donyell Malen og Wout Weghorst sem gerðu endanlega út um leikinn.  Þá skoraði Memphis mark sem var dæmt af. Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Mörk Hollands gegn ÍslandiFleiri fréttir

Sjá meira


×