„Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna“ Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:00 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Haraldur Guðjónsson Thors Nik Chamberlain, þjálfari toppliðs Breiðabliks, var ánægður með 3-0 sigur gegn Þór/KA fyrir norðan í dag en segir aðstæður hafa verið erfiðar en spilað var á VÍS-vellinum sem hefur náttúrulegt gras og hefur mátt þola snjókomu alla vikuna. „Mjög ánægður, þetta var frábær frammistaða ef við horfum á hvað leikplanið var. Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna, völlurinn var aldrei að fara vera nógu góður til þess, þannig þetta var bara spurning um að spila einfalt og taka okkar sénsa á réttum mómentum og vona að gæði okkar einstöku leikmanna myndi sýna sig og það gerði það svo sannarlega á endanum.” Völurinn er langt frá því að vera góður og skánaði ekki í vikunni vegna snjókomu og slæms veðurs fyrir norðan alla vikuna. Leikurinn batnaði þó í seinni hálfleik en Nik vill ekki meina að það sé vegna þess að leikmennirnir hafi verið búnir að venjast vellinum. „Leikmennirnir voru bara orðnir þreyttir og það skapaðist meira pláss, það er eina ástæðan fyrir að þetta varð betra”, sagði Nik og hló áður en hann hélt áfram: „Það var aðeins meira pláss og bæði lið gátu spilað aðeins meira. Eins og þetta var í fyrri hálfleik sást að við gætum ekki spilað almennilega, við vissum það snemma í vikunni þegar það var komið í ljós að leikurinn yrði úti að við myndum ekki reyna spila fótbolta þannig þetta var spurning um að vera aðeins beinskeyttari, teygja meira á vellinum og vinna seinni bolta og vinna út frá því í rauninni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður tókst Breiðablik að vinna sannfærandi 3-0 sigur. „Varnarleikurinn var lykilatriði, ég held að þær hafi ekki skapað neitt fyrir utan slárskotið í lokin kannski, Bríet átti skot í fyrri hálfleik en það var af löngu færi. Jafnvel þó við værum að halda þeim niðri og bara að skapa eitthvað aðeins sjálfar var þetta frábær frammistaða ef við tökum tillit til aðstæðna.” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði óskað eftir því að leikurinn færi fram í Boganum og segir Nik að sjálfsögðu hefði hann viljað spila þar. „Já, við vildum frekar spila í Boganum af því við getum spilað fótbolta þar. Á öðrum degi hefðum við spilað þar en við spiluðum úti og réðum bara betur við aðstæðurnar í dag.” Mikið leikjaálag er framundan hjá Blikum í deild og bikar sem enn eru taplausir á tímabilinu. „Þeir munu allir vera erfiðir. Ég veit ekki hvernig fór hjá Keflavík í dag en þær voru 1-0 yfir þegar lítið var eftir þannig og þær unnu sínu síðustu leiki, við eigum þær í bikarnum á þriðjudaginn og frá og með næstu viku er þetta bara áfram, áfram og áfram og við þurfum að nota hópinn okkar vel og sem betur fer búum við yfir frábærum hóp svo ég hlakka til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri.” Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
„Mjög ánægður, þetta var frábær frammistaða ef við horfum á hvað leikplanið var. Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna, völlurinn var aldrei að fara vera nógu góður til þess, þannig þetta var bara spurning um að spila einfalt og taka okkar sénsa á réttum mómentum og vona að gæði okkar einstöku leikmanna myndi sýna sig og það gerði það svo sannarlega á endanum.” Völurinn er langt frá því að vera góður og skánaði ekki í vikunni vegna snjókomu og slæms veðurs fyrir norðan alla vikuna. Leikurinn batnaði þó í seinni hálfleik en Nik vill ekki meina að það sé vegna þess að leikmennirnir hafi verið búnir að venjast vellinum. „Leikmennirnir voru bara orðnir þreyttir og það skapaðist meira pláss, það er eina ástæðan fyrir að þetta varð betra”, sagði Nik og hló áður en hann hélt áfram: „Það var aðeins meira pláss og bæði lið gátu spilað aðeins meira. Eins og þetta var í fyrri hálfleik sást að við gætum ekki spilað almennilega, við vissum það snemma í vikunni þegar það var komið í ljós að leikurinn yrði úti að við myndum ekki reyna spila fótbolta þannig þetta var spurning um að vera aðeins beinskeyttari, teygja meira á vellinum og vinna seinni bolta og vinna út frá því í rauninni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður tókst Breiðablik að vinna sannfærandi 3-0 sigur. „Varnarleikurinn var lykilatriði, ég held að þær hafi ekki skapað neitt fyrir utan slárskotið í lokin kannski, Bríet átti skot í fyrri hálfleik en það var af löngu færi. Jafnvel þó við værum að halda þeim niðri og bara að skapa eitthvað aðeins sjálfar var þetta frábær frammistaða ef við tökum tillit til aðstæðna.” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði óskað eftir því að leikurinn færi fram í Boganum og segir Nik að sjálfsögðu hefði hann viljað spila þar. „Já, við vildum frekar spila í Boganum af því við getum spilað fótbolta þar. Á öðrum degi hefðum við spilað þar en við spiluðum úti og réðum bara betur við aðstæðurnar í dag.” Mikið leikjaálag er framundan hjá Blikum í deild og bikar sem enn eru taplausir á tímabilinu. „Þeir munu allir vera erfiðir. Ég veit ekki hvernig fór hjá Keflavík í dag en þær voru 1-0 yfir þegar lítið var eftir þannig og þær unnu sínu síðustu leiki, við eigum þær í bikarnum á þriðjudaginn og frá og með næstu viku er þetta bara áfram, áfram og áfram og við þurfum að nota hópinn okkar vel og sem betur fer búum við yfir frábærum hóp svo ég hlakka til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri.”
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira