„Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna“ Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:00 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Haraldur Guðjónsson Thors Nik Chamberlain, þjálfari toppliðs Breiðabliks, var ánægður með 3-0 sigur gegn Þór/KA fyrir norðan í dag en segir aðstæður hafa verið erfiðar en spilað var á VÍS-vellinum sem hefur náttúrulegt gras og hefur mátt þola snjókomu alla vikuna. „Mjög ánægður, þetta var frábær frammistaða ef við horfum á hvað leikplanið var. Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna, völlurinn var aldrei að fara vera nógu góður til þess, þannig þetta var bara spurning um að spila einfalt og taka okkar sénsa á réttum mómentum og vona að gæði okkar einstöku leikmanna myndi sýna sig og það gerði það svo sannarlega á endanum.” Völurinn er langt frá því að vera góður og skánaði ekki í vikunni vegna snjókomu og slæms veðurs fyrir norðan alla vikuna. Leikurinn batnaði þó í seinni hálfleik en Nik vill ekki meina að það sé vegna þess að leikmennirnir hafi verið búnir að venjast vellinum. „Leikmennirnir voru bara orðnir þreyttir og það skapaðist meira pláss, það er eina ástæðan fyrir að þetta varð betra”, sagði Nik og hló áður en hann hélt áfram: „Það var aðeins meira pláss og bæði lið gátu spilað aðeins meira. Eins og þetta var í fyrri hálfleik sást að við gætum ekki spilað almennilega, við vissum það snemma í vikunni þegar það var komið í ljós að leikurinn yrði úti að við myndum ekki reyna spila fótbolta þannig þetta var spurning um að vera aðeins beinskeyttari, teygja meira á vellinum og vinna seinni bolta og vinna út frá því í rauninni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður tókst Breiðablik að vinna sannfærandi 3-0 sigur. „Varnarleikurinn var lykilatriði, ég held að þær hafi ekki skapað neitt fyrir utan slárskotið í lokin kannski, Bríet átti skot í fyrri hálfleik en það var af löngu færi. Jafnvel þó við værum að halda þeim niðri og bara að skapa eitthvað aðeins sjálfar var þetta frábær frammistaða ef við tökum tillit til aðstæðna.” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði óskað eftir því að leikurinn færi fram í Boganum og segir Nik að sjálfsögðu hefði hann viljað spila þar. „Já, við vildum frekar spila í Boganum af því við getum spilað fótbolta þar. Á öðrum degi hefðum við spilað þar en við spiluðum úti og réðum bara betur við aðstæðurnar í dag.” Mikið leikjaálag er framundan hjá Blikum í deild og bikar sem enn eru taplausir á tímabilinu. „Þeir munu allir vera erfiðir. Ég veit ekki hvernig fór hjá Keflavík í dag en þær voru 1-0 yfir þegar lítið var eftir þannig og þær unnu sínu síðustu leiki, við eigum þær í bikarnum á þriðjudaginn og frá og með næstu viku er þetta bara áfram, áfram og áfram og við þurfum að nota hópinn okkar vel og sem betur fer búum við yfir frábærum hóp svo ég hlakka til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri.” Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
„Mjög ánægður, þetta var frábær frammistaða ef við horfum á hvað leikplanið var. Við vorum ekki að fara spila fótbolta hérna, völlurinn var aldrei að fara vera nógu góður til þess, þannig þetta var bara spurning um að spila einfalt og taka okkar sénsa á réttum mómentum og vona að gæði okkar einstöku leikmanna myndi sýna sig og það gerði það svo sannarlega á endanum.” Völurinn er langt frá því að vera góður og skánaði ekki í vikunni vegna snjókomu og slæms veðurs fyrir norðan alla vikuna. Leikurinn batnaði þó í seinni hálfleik en Nik vill ekki meina að það sé vegna þess að leikmennirnir hafi verið búnir að venjast vellinum. „Leikmennirnir voru bara orðnir þreyttir og það skapaðist meira pláss, það er eina ástæðan fyrir að þetta varð betra”, sagði Nik og hló áður en hann hélt áfram: „Það var aðeins meira pláss og bæði lið gátu spilað aðeins meira. Eins og þetta var í fyrri hálfleik sást að við gætum ekki spilað almennilega, við vissum það snemma í vikunni þegar það var komið í ljós að leikurinn yrði úti að við myndum ekki reyna spila fótbolta þannig þetta var spurning um að vera aðeins beinskeyttari, teygja meira á vellinum og vinna seinni bolta og vinna út frá því í rauninni.” Þrátt fyrir þessar aðstæður tókst Breiðablik að vinna sannfærandi 3-0 sigur. „Varnarleikurinn var lykilatriði, ég held að þær hafi ekki skapað neitt fyrir utan slárskotið í lokin kannski, Bríet átti skot í fyrri hálfleik en það var af löngu færi. Jafnvel þó við værum að halda þeim niðri og bara að skapa eitthvað aðeins sjálfar var þetta frábær frammistaða ef við tökum tillit til aðstæðna.” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, sagði í viðtali fyrir leik að hann hefði óskað eftir því að leikurinn færi fram í Boganum og segir Nik að sjálfsögðu hefði hann viljað spila þar. „Já, við vildum frekar spila í Boganum af því við getum spilað fótbolta þar. Á öðrum degi hefðum við spilað þar en við spiluðum úti og réðum bara betur við aðstæðurnar í dag.” Mikið leikjaálag er framundan hjá Blikum í deild og bikar sem enn eru taplausir á tímabilinu. „Þeir munu allir vera erfiðir. Ég veit ekki hvernig fór hjá Keflavík í dag en þær voru 1-0 yfir þegar lítið var eftir þannig og þær unnu sínu síðustu leiki, við eigum þær í bikarnum á þriðjudaginn og frá og með næstu viku er þetta bara áfram, áfram og áfram og við þurfum að nota hópinn okkar vel og sem betur fer búum við yfir frábærum hóp svo ég hlakka til að gefa fleiri leikmönnum tækifæri.”
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira