Adarabioyo skrifaði undir fjögurra ára samning við Chelsea. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Enzo Maresca, knattspyrnustjóri liðsins, fær eftir að hann tók við.
Tosin is a BLUE! 💙✍️ pic.twitter.com/BXXnaHI0UZ
— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 7, 2024
Adarabioyo vakti athygli fyrir góða spilamennsku með Fulham á síðasta tímabili og fleiri lið en Chelsea höfðu áhuga á honum, meðal annars Newcastle United. En Chelsea vann kapphlaupið um Adarabioyo.
Þessi 26 ára varnarmaður þekkir vel til Marescas en þeir unnu saman hjá Manchester City. Þaðan fór Adarabioyo til Fulham 2020 en áður hafði hann leikið sem lánsmaður með West Brom og Blackburn Rovers.
Brasilíski reynsluboltinn Thiago Silva yfirgaf Chelsea eftir síðasta tímabil og Adarabioyo er ætlað að fylla hans skarð.
Chelsea endaði í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst í úrslit deildabikarsins.