Stór fáni af Pétri dreginn upp í Stokkhólmi: „Farið til helvítis“ Aron Guðmundsson skrifar 6. júní 2024 08:31 Pétur Marteinsson á enn sérstakan stað í hjarta stuðningsmanna Hamarby. Það er ljóst eftir leik liðsins um nýliðna helgi. Vísir/Samsett mynd Segja má að Pétur Marteinsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, hafi skilið eftir sig alvöru fótspor hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby eftir tíma sinn þar sem leikmaður. Það sýndi sig einna best um nýliðna helgi er gríðarstór fáni, mynd af honum á eftirminnilegri stundu, var dreginn upp í einni af stúkum Tele2 leikvangsins í Stokkhólmi. Pétur fékk veður af þessu og hefur gaman að, segir þetta til marks um ríginn sem ríkir milli þessara nágranna í Stokkhólmi. Pétur, sem á að baki langan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, kynntist rígnum sem ríkir á milli Hammarby og Djurgarden vel er hann var á mála hjá félaginu fyrst á árunum 1996-1999 og svo seinna á sínum ferli, nánar tiltekið árin 2003 til 2006 er hann samdi aftur við félagið. Pétri var heitt í hamsi og hér má sjá hann láta Mattias Jonson heyra það í leik Hammarby og Djurgarden árið 2006.Mynd: Hammarby Hún er greinilega minnistæð í hugum stuðningsmanna Hammarby, stundin í einum nágrannaslag Hammarby og Djurgarden á meðan að Pétur var leikmaður félagsins. Þar var Pétur var ósáttur með tæklingu Mattias Jonson, leikmanns Djugarden, á samlanda sínum, Gunnari Þór Gunnarssyni. Myndin hér til hliðar var tekin á umræddu augnabliki í leik liðanna árið 2006 þar sem sjá má Pétur lesa téðum Mattias pistilinn en Svíinn fékk að líta rauða spjaldið skömmu seinna fyrir tæklinguna. Svo ljóslifandi er þessi stund í augum stuðningsmanna Hammarby að þeir létu útbúa gríðarlega stóran fána eftir umræddu atviki þar sem má sjá Pétur láta Mattias heyra það og með fylgja skilaboðin: „Þið Bláröndóttu! Farið til helvítis.“ Sá fáni var frumsýndur um nýliðna helgi í mikilli stemningu er Hammarby og Djurgarden áttust enn einu sinni við í sænsku úrvalsdeildinni í leik sem endaði með 3-0 sigri Hammarby. Stemningin var mögnuð á leiknum þegar að fáninn var dreginn upp líkt og sjá mér hér að neðan. „Ákvað að láta hann aðeins heyra það“ „Ég fékk þetta bara sent til mín í gegnum alla samfélagsmiðla. Bara ótrúlega gaman af þessu. Sástu hina myndina?“ svaraði Pétur Marteinsson í samtali við Vísi og jú undirritaður kannaðist við þá mynd sem var blessunarlega ekki af Pétri líkt og sjá má hér fyrir neðan. Hammarby hafði betur gegn Djurgarden, bæði innan vallar sem og í stúkunni um síðastliðna helgi. Hér má sjá fánann af Kenta sem þeir drógu upp í leikslok í leik liðanna sem Hammarby vann 3-0.Mynd: Sodra Bajen @ Instagram „Þetta er hann Kenta. Maður sem syngur frægt stuðningsmannalag Hammarby. Leikurinn um helgina gegn Djurgarden fór semsagt 3-0 fyrir Hammarby og stuðningsmennirnir voru fljótir að draga upp fána af Kenta sem sendi skýr skilaboð yfir völlinn til stuðningsmanna Djurgarden þar sem að mátti sjá hann með löngutöng uppi. Mjög góður húmor þarna á ferð. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara félaga hér í Stokkhólmi. Góður banter eins og við myndum kalla það. Það er nú betra að þetta sé svona heldur en einhver slagsmál manna á milli.“ Pétur man vel eftir atvikinu í umræddum leik Hammarby og Djurgarden árið 2006 þar sem að atvikið, sem að fáni Hammarby frá því um síðastliðna helgi byrggir á, átti sér stað og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan: „Þetta var einn af fyrstu leikjunum hjá Gunnari Þór Gunnarssyni með Hammarby. Hann var nýkominn til félagsins á þessum tíma. Átti nú ekki eftir að spila mikið fyrir félagið en spilaði þarna vinstri-bakvarðarstöðuna við hliðina á mér. Mattias Jonson sparkaði Gunnar Þór niður í leiknum og féll um leið til jarðar sjálfur. Ég ákvað að nota tækifærið og láta hann aðeins heyra það. Hann reisti sig upp og ætlaði að reyna skalla mig og fékk að líta rauða spjaldið. Við unnum leikinn.“ Og þetta atviki lifir svona góðu lífi í hugum stuðningsmanna Hammarby? „Já greinilega,“ svarar Pétur hlæjandi. En er ekki gaman fyrir fyrrverandi leikmann eins og hann að sjá allt í einu stærðarinnar fána af sér vera flaggað á leik fyrrverandi félags síns bara um síðustu helgi? View this post on Instagram A post shared by Sodra Bajen (@sodrabajen) „Jú klárlega. Það er gaman. Ætli það kitli ekki smá egóið í manni. Maður upplifði það náttúrulega sem atvinnumaður í fótbolta að það var mikil athygli á manni. Svo er það fljótt að hverfa þegar að maður er hættur í boltanum. Ekki misskilja mig, það er bara fínt. En það er vissulega gaman að sjá það sem fór fram í Stokkhólmi um síðustu helgi.“ Sænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Pétur, sem á að baki langan feril sem atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, kynntist rígnum sem ríkir á milli Hammarby og Djurgarden vel er hann var á mála hjá félaginu fyrst á árunum 1996-1999 og svo seinna á sínum ferli, nánar tiltekið árin 2003 til 2006 er hann samdi aftur við félagið. Pétri var heitt í hamsi og hér má sjá hann láta Mattias Jonson heyra það í leik Hammarby og Djurgarden árið 2006.Mynd: Hammarby Hún er greinilega minnistæð í hugum stuðningsmanna Hammarby, stundin í einum nágrannaslag Hammarby og Djurgarden á meðan að Pétur var leikmaður félagsins. Þar var Pétur var ósáttur með tæklingu Mattias Jonson, leikmanns Djugarden, á samlanda sínum, Gunnari Þór Gunnarssyni. Myndin hér til hliðar var tekin á umræddu augnabliki í leik liðanna árið 2006 þar sem sjá má Pétur lesa téðum Mattias pistilinn en Svíinn fékk að líta rauða spjaldið skömmu seinna fyrir tæklinguna. Svo ljóslifandi er þessi stund í augum stuðningsmanna Hammarby að þeir létu útbúa gríðarlega stóran fána eftir umræddu atviki þar sem má sjá Pétur láta Mattias heyra það og með fylgja skilaboðin: „Þið Bláröndóttu! Farið til helvítis.“ Sá fáni var frumsýndur um nýliðna helgi í mikilli stemningu er Hammarby og Djurgarden áttust enn einu sinni við í sænsku úrvalsdeildinni í leik sem endaði með 3-0 sigri Hammarby. Stemningin var mögnuð á leiknum þegar að fáninn var dreginn upp líkt og sjá mér hér að neðan. „Ákvað að láta hann aðeins heyra það“ „Ég fékk þetta bara sent til mín í gegnum alla samfélagsmiðla. Bara ótrúlega gaman af þessu. Sástu hina myndina?“ svaraði Pétur Marteinsson í samtali við Vísi og jú undirritaður kannaðist við þá mynd sem var blessunarlega ekki af Pétri líkt og sjá má hér fyrir neðan. Hammarby hafði betur gegn Djurgarden, bæði innan vallar sem og í stúkunni um síðastliðna helgi. Hér má sjá fánann af Kenta sem þeir drógu upp í leikslok í leik liðanna sem Hammarby vann 3-0.Mynd: Sodra Bajen @ Instagram „Þetta er hann Kenta. Maður sem syngur frægt stuðningsmannalag Hammarby. Leikurinn um helgina gegn Djurgarden fór semsagt 3-0 fyrir Hammarby og stuðningsmennirnir voru fljótir að draga upp fána af Kenta sem sendi skýr skilaboð yfir völlinn til stuðningsmanna Djurgarden þar sem að mátti sjá hann með löngutöng uppi. Mjög góður húmor þarna á ferð. Það er náttúrulega mikill rígur á milli þessara félaga hér í Stokkhólmi. Góður banter eins og við myndum kalla það. Það er nú betra að þetta sé svona heldur en einhver slagsmál manna á milli.“ Pétur man vel eftir atvikinu í umræddum leik Hammarby og Djurgarden árið 2006 þar sem að atvikið, sem að fáni Hammarby frá því um síðastliðna helgi byrggir á, átti sér stað og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan: „Þetta var einn af fyrstu leikjunum hjá Gunnari Þór Gunnarssyni með Hammarby. Hann var nýkominn til félagsins á þessum tíma. Átti nú ekki eftir að spila mikið fyrir félagið en spilaði þarna vinstri-bakvarðarstöðuna við hliðina á mér. Mattias Jonson sparkaði Gunnar Þór niður í leiknum og féll um leið til jarðar sjálfur. Ég ákvað að nota tækifærið og láta hann aðeins heyra það. Hann reisti sig upp og ætlaði að reyna skalla mig og fékk að líta rauða spjaldið. Við unnum leikinn.“ Og þetta atviki lifir svona góðu lífi í hugum stuðningsmanna Hammarby? „Já greinilega,“ svarar Pétur hlæjandi. En er ekki gaman fyrir fyrrverandi leikmann eins og hann að sjá allt í einu stærðarinnar fána af sér vera flaggað á leik fyrrverandi félags síns bara um síðustu helgi? View this post on Instagram A post shared by Sodra Bajen (@sodrabajen) „Jú klárlega. Það er gaman. Ætli það kitli ekki smá egóið í manni. Maður upplifði það náttúrulega sem atvinnumaður í fótbolta að það var mikil athygli á manni. Svo er það fljótt að hverfa þegar að maður er hættur í boltanum. Ekki misskilja mig, það er bara fínt. En það er vissulega gaman að sjá það sem fór fram í Stokkhólmi um síðustu helgi.“
Sænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira