Amanda Knox dæmd fyrir meiðyrði þrettán árum eftir sýknu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. júní 2024 11:53 Amanda Knox ásamt eiginmanni sínum. Getty Dómstóll í Flórens á Ítalíu sakfelldi Amöndu Knox fyrir meiðyrði í dag tæplega þrettán árum eftir að hún var sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstóli þegar hún var sökuð um að hafa orðið meðleigjanda sínum, Meredith Kercher, að bana á Ítalíu árið 2007. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Þrátt fyrir dóminn mun Knox þó ekki sæta fangelsisdómi þar sem hún sat áður í fjögur ár í fangelsi á Ítalíu eftir að hún var upprunalega dæmd fyrir morð og meiðyrði á neðsta dómstigi á Ítalíu árið 2008. Hún var upprunalega sakfelld fyrir meiðyrði fyrir að saka kráareiganda í Flórens, Patrick Lumumba, fyrir morðið á Kercher, þegar hún var yfirheyrð af lögreglu. Málið var hins vegar tekið upp að nýju á síðasta ári og Knox dæmd samkvæmt sömu kæru í dag. Segir lögreglu hafa löðrungað sig Lögmenn Knox tilkynntu í kjölfarið að þeir hygðust áfrýja dómnum líkt og áður. Þeir tóku jafnframt fram að Knox væri verulega vonsvikin vegna málsins þar sem hún vonaðist til að vera laus við málið fyrir fullt og allt eftir margra ára málaferil. „Lögreglan hótaði mér með 30 ára dómi, einn lögreglumaður löðrungaði mig þrisvar sinnum og krafðist þess að ég myndi muna eftir því sem ég hafði gert,“ sagði Knox um yfirheyrslu lögreglu árið 2007. Hún bætti við að hún hafði aldrei ætlað sér að sverta mannorð Lumumba og tekur fram að hann hafi verið vinur hennar. Hún bætti við að hann hafi haldið utan um hana eftir að vinkona hennar og meðleigjandi var myrt. Eins og greint hefur verið frá fannst Kercher látin í húsnæði þeirra en hún hafði verið beitt kynferðisofbeldi og skorin á háls. Lumumba var ekki viðstaddur réttarhöldin en þau fóru fram fyrir luktum dyrum. Amanda Knox Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Þrátt fyrir dóminn mun Knox þó ekki sæta fangelsisdómi þar sem hún sat áður í fjögur ár í fangelsi á Ítalíu eftir að hún var upprunalega dæmd fyrir morð og meiðyrði á neðsta dómstigi á Ítalíu árið 2008. Hún var upprunalega sakfelld fyrir meiðyrði fyrir að saka kráareiganda í Flórens, Patrick Lumumba, fyrir morðið á Kercher, þegar hún var yfirheyrð af lögreglu. Málið var hins vegar tekið upp að nýju á síðasta ári og Knox dæmd samkvæmt sömu kæru í dag. Segir lögreglu hafa löðrungað sig Lögmenn Knox tilkynntu í kjölfarið að þeir hygðust áfrýja dómnum líkt og áður. Þeir tóku jafnframt fram að Knox væri verulega vonsvikin vegna málsins þar sem hún vonaðist til að vera laus við málið fyrir fullt og allt eftir margra ára málaferil. „Lögreglan hótaði mér með 30 ára dómi, einn lögreglumaður löðrungaði mig þrisvar sinnum og krafðist þess að ég myndi muna eftir því sem ég hafði gert,“ sagði Knox um yfirheyrslu lögreglu árið 2007. Hún bætti við að hún hafði aldrei ætlað sér að sverta mannorð Lumumba og tekur fram að hann hafi verið vinur hennar. Hún bætti við að hann hafi haldið utan um hana eftir að vinkona hennar og meðleigjandi var myrt. Eins og greint hefur verið frá fannst Kercher látin í húsnæði þeirra en hún hafði verið beitt kynferðisofbeldi og skorin á háls. Lumumba var ekki viðstaddur réttarhöldin en þau fóru fram fyrir luktum dyrum.
Amanda Knox Ítalía Erlend sakamál Tengdar fréttir Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Amanda Knox sýknuð Hin bandaríska Amanda Knox, sem var dæmd í 25 ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á Ítalíu árið 2007, var rétt í þessu sýknuð af ítölskum áfrýjunardómstól. 3. október 2011 19:51