Lögreglan hafi brugðist rétt við í líkamsárásarmáli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2024 11:30 Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði. Vísir/Arnar Afbrotafræðingur segir líkamsárásardóm yfir lögreglumanni ólíklegan til að grafa undan trausti til lögreglunnar, þar sem hún tók málið til rannsóknar að eigin frumkvæði og vék viðkomandi lögreglumanni strax frá störfum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Málsatvik voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann beitti úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá sparkaði lögreglumaðurinn í manninn og sló hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Fyrir vikið var lögreglumaðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Afbrotafræðingur segir mikilvægt að lögreglan hafi rannsakað málið að eigin frumkvæði og vikið lögreglumanninum strax úr starfi. „Lögreglan hefur lagalega heimild til að beita borgarana valdi, í raun eina starfsstéttin sem hefur það. Í þessari heimild liggur mikil ábyrgð. Vegna þessarar heimildar gerum við meiri kröfur til lögreglunnar en annarra starfsstétta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Þjálfun og menntun lykillinn Mál sem þetta geti grafið undan trausti fólks til lögreglu. „Að almenningur beri traust til lögreglu er ein af forsendum þess að hún geti unnið starf sitt. Af því að fólk þarf að treysta lögreglunni, svo það fari að fyrirmælum hennar.“ Þar sem lögregla hafi tekið málið sjálf til rannsóknar sé það ólíklegra til að hafa áhrif á traust til lögreglu. Aukin menntun og þjálfun lögreglumanna hafi aukist á síðustu árum, en málum sem þessum verði aldrei útrýmt að fullu. „En það að bæta þjálfun og að bæta menntun, dregur úr að svona atvik komi upp.“ Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31 Málið eigi ekki að rýra traust til lögreglu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir 30 daga skilorðsbundinn dóm yfir lögreglumanni vegna líkamsárásar ekki eiga að rýra traust fólks til lögreglu. Málið hafi verið rannsakað að frumkvæði embættisins. 4. júní 2024 19:09 „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Fleiri fréttir Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Málsatvik voru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af karlmanni í maí á síðasta ári fyrir utan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Hann beitti úðavopni ítrekað gegn manninum, þrátt fyrir að hann hefði enga mótspyrnu sýnt við handtöku. Þá sparkaði lögreglumaðurinn í manninn og sló hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Fyrir vikið var lögreglumaðurinn dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Afbrotafræðingur segir mikilvægt að lögreglan hafi rannsakað málið að eigin frumkvæði og vikið lögreglumanninum strax úr starfi. „Lögreglan hefur lagalega heimild til að beita borgarana valdi, í raun eina starfsstéttin sem hefur það. Í þessari heimild liggur mikil ábyrgð. Vegna þessarar heimildar gerum við meiri kröfur til lögreglunnar en annarra starfsstétta,“ segir Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Þjálfun og menntun lykillinn Mál sem þetta geti grafið undan trausti fólks til lögreglu. „Að almenningur beri traust til lögreglu er ein af forsendum þess að hún geti unnið starf sitt. Af því að fólk þarf að treysta lögreglunni, svo það fari að fyrirmælum hennar.“ Þar sem lögregla hafi tekið málið sjálf til rannsóknar sé það ólíklegra til að hafa áhrif á traust til lögreglu. Aukin menntun og þjálfun lögreglumanna hafi aukist á síðustu árum, en málum sem þessum verði aldrei útrýmt að fullu. „En það að bæta þjálfun og að bæta menntun, dregur úr að svona atvik komi upp.“
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31 Málið eigi ekki að rýra traust til lögreglu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir 30 daga skilorðsbundinn dóm yfir lögreglumanni vegna líkamsárásar ekki eiga að rýra traust fólks til lögreglu. Málið hafi verið rannsakað að frumkvæði embættisins. 4. júní 2024 19:09 „Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Fleiri fréttir Mesta manneklan skólum og frístundaheimilum í Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn. 4. júní 2024 15:31
Málið eigi ekki að rýra traust til lögreglu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir 30 daga skilorðsbundinn dóm yfir lögreglumanni vegna líkamsárásar ekki eiga að rýra traust fólks til lögreglu. Málið hafi verið rannsakað að frumkvæði embættisins. 4. júní 2024 19:09
„Við viljum ekki fá á okkur orð fyrir að vera einhverjir hrottar“ Formaður Landssambands lögreglumanna vonar að dómur yfir lögreglumanni vegna brots í starfi sýni fólki að fylgst sé með lögreglumönnum og þeir komist ekki upp með hvað sem er. Lögreglumaðurinn fékk 30 daga skilorðsbundinn dóm í héraðsdómi í gær, og hefur ekki starfað fyrir lögreglu frá því málið kom upp. 4. júní 2024 11:34
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent