Hefur áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 18:30 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður hefur áhyggjur af vaxandi hlutfalli erlendra ríkisborgara í fangaklefum landsins. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa áhyggjur af skipulagðri brotastarfsemi á Akureyri og segir alvarlega þróun eiga sér stað norður á landi. Þetta segir Njáll í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald fanga og fékk svör frá ráðuneytinu um helgina. Fyrirspurnin varðaði það hve margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi síðastliðinn áratug eftir þjóðerni, aldursbili og fleiru. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra hefur gríðarleg fjölgun átt sér stað á því að fólki með erlent ríkisfang sé gert að sæta gæsluvarðhaldi. Síðastliðinn áratug hafi árlegur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast. Hann segist hafa áhyggjur af þróun alþjóðlegrar og skipulagðrar brotastarfsemi á landinu og að svör dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest þennan grun hans. Njáll segir einnig að úr svörum ráðuneytisins megi lesa að lögregluþjónar á Akureyri séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi en lögregluþjónar í sambærilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. „Í mínu kjördæmi fyrir norðan, á Norðurlandi eystra. Brot á lögreglumönnum, sem kom fram í fyrirspurninni í vetur, þar er gríðarlega alvarleg þróun í gangi. Það var þannig hægt að lesa úr gögnunum að lögreglumaður norðeystra hann var í mun meiri hættu á að lenda í brotum en til dæmis lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll. Brýnt að bregðast við Aðspurður segir Njáll að hann stefni á að bregðast við gögnunum á þinginu í haust sökum mikilla anna um þessar mundir. „Svarið kom bara núna á kosningadag núna á laugardaginn og það eru miklar annir í þinginu núna en það er ekki ólíklegt að maður komi með eitthvað framhald í haust þegar maður hefur aðeins legið yfir þessu,“ segir hann. Njáll segir brýnt að bregðast við ástandinu og að mál sem þessi séu ekki þess eðlis að þau leysist af sjálfu sér. „Við verðum, Íslendingar, að fara að átta okkur á stöðunni. Þetta eru þannig mál að það verður að taka á þeim. Það þýðir ekkert bara að hunsa þau því þetta er ekki vandi sem hverfur,“ segir hann. Reykjavík síðdegis Akureyri Lögreglumál Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Þetta segir Njáll í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um gæsluvarðhald fanga og fékk svör frá ráðuneytinu um helgina. Fyrirspurnin varðaði það hve margir hafa sætt gæsluvarðhaldi á Íslandi síðastliðinn áratug eftir þjóðerni, aldursbili og fleiru. Samkvæmt svari dómsmálaráðherra hefur gríðarleg fjölgun átt sér stað á því að fólki með erlent ríkisfang sé gert að sæta gæsluvarðhaldi. Síðastliðinn áratug hafi árlegur fjöldi þeirra rúmlega þrefaldast. Hann segist hafa áhyggjur af þróun alþjóðlegrar og skipulagðrar brotastarfsemi á landinu og að svör dómsmálaráðuneytisins hafi staðfest þennan grun hans. Njáll segir einnig að úr svörum ráðuneytisins megi lesa að lögregluþjónar á Akureyri séu líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi en lögregluþjónar í sambærilegum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu. „Í mínu kjördæmi fyrir norðan, á Norðurlandi eystra. Brot á lögreglumönnum, sem kom fram í fyrirspurninni í vetur, þar er gríðarlega alvarleg þróun í gangi. Það var þannig hægt að lesa úr gögnunum að lögreglumaður norðeystra hann var í mun meiri hættu á að lenda í brotum en til dæmis lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll. Brýnt að bregðast við Aðspurður segir Njáll að hann stefni á að bregðast við gögnunum á þinginu í haust sökum mikilla anna um þessar mundir. „Svarið kom bara núna á kosningadag núna á laugardaginn og það eru miklar annir í þinginu núna en það er ekki ólíklegt að maður komi með eitthvað framhald í haust þegar maður hefur aðeins legið yfir þessu,“ segir hann. Njáll segir brýnt að bregðast við ástandinu og að mál sem þessi séu ekki þess eðlis að þau leysist af sjálfu sér. „Við verðum, Íslendingar, að fara að átta okkur á stöðunni. Þetta eru þannig mál að það verður að taka á þeim. Það þýðir ekkert bara að hunsa þau því þetta er ekki vandi sem hverfur,“ segir hann.
Reykjavík síðdegis Akureyri Lögreglumál Innflytjendamál Alþingi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira