„Það er ekkert að óttast við þennan mann“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2024 17:04 Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu biður fólk að láta af myndbirtingum karlmönnum á samélagsmiðlum sem það telur tengjast máli manns sem hefur veist ítrekað að börnum í Hafnarfjarðarbæ. Málið er í forgangi og telst enn óupplýst. „Það hafa verið birtar myndir af mönnum sem eru algjörlega ótengdir þessu,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Mikil umræða var á samfélagsmiðlum, sér í lagi hverfishópi Hafnarfjarðarbæjar, um mann sem lögregla hafði afskipti af í verslunarmiðstöðinni Firðinum um helgina. Myndum af manninum var meðal annars dreift um samfélagsmiðla. „Við erum búin að afgreiða þetta og segja fólki að það er ekkert að óttast við þennan mann,“ ítrekar Skúli. Maðurinn hafi öskrað ókvæðisorð að börnum í Firðinum og gengið á eftir þeim. „Eðlilega varð einhver krakki mjög hræddur og við ræddum við þennan mann til að segja honum að svona hegðun gengi ekki. En hann er ekki að fara að ráðast á neinn þessi maður,“ segir Skúli sömuleiðis. Frekari afskipti voru því ekki höfð af þeim manni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að annar maður hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar á föstudag og færður til yfirheyrslu. Honum var hins vegar sleppt úr haldi og málin teljast því enn óupplýst. Fólk á varðbergi „Við erum með mikið eftirlit og tökum auðvitað við öllum ábendingum. Að sjálfsögðu finnum við það að þetta skerðir öryggi fólks, ég tala nú ekki um barna, þegar svona er að gerast. En við búum í öruggu samfélagi og þess vegna tökum við því alvarlega þegar svona gerist.“ Maðurinn var handtekinn eftir ábendingu frá borgara. „En það liggur ekki fyrir nein játning þannig þetta telst óupplýst eins og sakir standa. Öll afskipti vonandi verða til þess að samfélagið verði öruggara,“ segir Skúli Greint hefur verið frá foreldrum sem hafi staðið vaktina í hverfum Hafnarfirði til að skapa öryggi barna. „Ef fólk vill vera á varðbergi þá geri ég enga athugasemd við það. En við erum á ferðinni og það er okkar hlutverk. Fólk á ekki að vera í rannsóknarvinnu með þetta en ef einhver vill líta eftir sínu hverfi þá má fólk það.“ Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
„Það hafa verið birtar myndir af mönnum sem eru algjörlega ótengdir þessu,“ segir Skúli í samtali við fréttastofu. Mikil umræða var á samfélagsmiðlum, sér í lagi hverfishópi Hafnarfjarðarbæjar, um mann sem lögregla hafði afskipti af í verslunarmiðstöðinni Firðinum um helgina. Myndum af manninum var meðal annars dreift um samfélagsmiðla. „Við erum búin að afgreiða þetta og segja fólki að það er ekkert að óttast við þennan mann,“ ítrekar Skúli. Maðurinn hafi öskrað ókvæðisorð að börnum í Firðinum og gengið á eftir þeim. „Eðlilega varð einhver krakki mjög hræddur og við ræddum við þennan mann til að segja honum að svona hegðun gengi ekki. En hann er ekki að fara að ráðast á neinn þessi maður,“ segir Skúli sömuleiðis. Frekari afskipti voru því ekki höfð af þeim manni. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að annar maður hafi verið handtekinn í þágu rannsóknar á föstudag og færður til yfirheyrslu. Honum var hins vegar sleppt úr haldi og málin teljast því enn óupplýst. Fólk á varðbergi „Við erum með mikið eftirlit og tökum auðvitað við öllum ábendingum. Að sjálfsögðu finnum við það að þetta skerðir öryggi fólks, ég tala nú ekki um barna, þegar svona er að gerast. En við búum í öruggu samfélagi og þess vegna tökum við því alvarlega þegar svona gerist.“ Maðurinn var handtekinn eftir ábendingu frá borgara. „En það liggur ekki fyrir nein játning þannig þetta telst óupplýst eins og sakir standa. Öll afskipti vonandi verða til þess að samfélagið verði öruggara,“ segir Skúli Greint hefur verið frá foreldrum sem hafi staðið vaktina í hverfum Hafnarfirði til að skapa öryggi barna. „Ef fólk vill vera á varðbergi þá geri ég enga athugasemd við það. En við erum á ferðinni og það er okkar hlutverk. Fólk á ekki að vera í rannsóknarvinnu með þetta en ef einhver vill líta eftir sínu hverfi þá má fólk það.“
Hafnarfjörður Lögreglumál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira