Nýfætt barn sem fannst í janúar alsystkini annarra yfirgefinna barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2024 11:53 Það virðast engar myndir hafa verið birtar af Elsu en þetta er Roman, sem fannst vafin í teppi og innkaupapoka árið 2019. Lögreglan í Lundúnum Nýfætt barn sem fannst yfirgefið í Lundúnum í janúar, þegar hitastig var undir frostmarki, er alsystkini tveggja ungabarna sem einnig fundust yfirgefinn í stórborginni. Frá þessu greinir BBC, eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að það varðaði almannahagsmuni að fjallað yrði um málið. Það var einstaklingur á gangi með hund sem fann barnið en það hafði verið vafið í handklæði og komið fyrir í tösku eða poka. Barnið, sem yfirvöld kalla Elsu, var ískalt en grét og náði fullri heilsu. Hluti naflastrengsins var enn á sínum stað og læknar mátu það sem svo að Elsa hefði fæðst um klukkustund áður en hún fannst. Eins og fyrr segir leiddi erfðarannsókn seinna í ljós að Elsa er alsystkini tveggja annara nýfæddra barna sem einnig fundust yfirgefin á sömu slóðum í Lundúnum. Annað, drengur sem fékk nafnið Harry, fannst í september árið 2017 og hitt, stúlka sem var kölluð Roman, í janúar árið 2019. Foreldrar barnanna hafa ekki fundist. Staðaryfirvöld og nefnd sem veitir dómstólum ráðgjöf í málum er varða velferð barna vildu ekki greina frá málinu og þá var það afstaða lögregluyfirvalda í Lundúnum að það væri dómstóla að ákvarða um upplýsingagjöf til almennings. Lögreglan vildi ekki stuðla að því að mæður yfirgæfu börn sín. Fjölskyldudómstóll í Lundúnum, sem er þátttakandi í gegnsæisverkefni sem nú stendur yfir á Englandi og í Wales, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það þjónaði almannahagsmunum að greina frá málinu. Það væri afar fátítt að börn væru yfirgefin og enn markverðara að börnin þrjú væru systkini. BBC og PA, sem sóttu málið, færðu einnig fyrir því rök að fréttaflutningur myndi mögulega aðstoða yfirvöld við að finna foreldrana. Eldri börnin tvö hafa verið ættleidd en yfirvöld segja þau öll verða upplýst um að þau séu alsystkini og þá hefur verið tekin ákvörðun um að greiða fyrir því að þau fái að kynnast þegar þau eldast. Bretland England Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að það varðaði almannahagsmuni að fjallað yrði um málið. Það var einstaklingur á gangi með hund sem fann barnið en það hafði verið vafið í handklæði og komið fyrir í tösku eða poka. Barnið, sem yfirvöld kalla Elsu, var ískalt en grét og náði fullri heilsu. Hluti naflastrengsins var enn á sínum stað og læknar mátu það sem svo að Elsa hefði fæðst um klukkustund áður en hún fannst. Eins og fyrr segir leiddi erfðarannsókn seinna í ljós að Elsa er alsystkini tveggja annara nýfæddra barna sem einnig fundust yfirgefin á sömu slóðum í Lundúnum. Annað, drengur sem fékk nafnið Harry, fannst í september árið 2017 og hitt, stúlka sem var kölluð Roman, í janúar árið 2019. Foreldrar barnanna hafa ekki fundist. Staðaryfirvöld og nefnd sem veitir dómstólum ráðgjöf í málum er varða velferð barna vildu ekki greina frá málinu og þá var það afstaða lögregluyfirvalda í Lundúnum að það væri dómstóla að ákvarða um upplýsingagjöf til almennings. Lögreglan vildi ekki stuðla að því að mæður yfirgæfu börn sín. Fjölskyldudómstóll í Lundúnum, sem er þátttakandi í gegnsæisverkefni sem nú stendur yfir á Englandi og í Wales, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það þjónaði almannahagsmunum að greina frá málinu. Það væri afar fátítt að börn væru yfirgefin og enn markverðara að börnin þrjú væru systkini. BBC og PA, sem sóttu málið, færðu einnig fyrir því rök að fréttaflutningur myndi mögulega aðstoða yfirvöld við að finna foreldrana. Eldri börnin tvö hafa verið ættleidd en yfirvöld segja þau öll verða upplýst um að þau séu alsystkini og þá hefur verið tekin ákvörðun um að greiða fyrir því að þau fái að kynnast þegar þau eldast.
Bretland England Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira