Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2024 07:01 Bellingham fagnar ásamt móður sinni eftir leikinn gegn Dortmund. Vísir/Getty Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. Real Madrid vann sinn fimmtánda Evrópumeistaratitil með því að leggja Dortmund 2-0 í úrslitaleik í gærkvöldi. Jude Bellingham var í aðalhlutverki hjá Real Madrid á tímabilinu en hann mætti sínum gömlu félögum í úrslitaleiknum eftir að hafa skipt frá Dortmund til Real síðastliðið sumar. Í fagnaðarlátunum eftir leik var Bellingham í aðalhlutverki og sást hann meðal annars fara til sinna gömlu liðsfélaga og hughreysta þá eftir tapið. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar ár hvert er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins. Sjálfur Jose Mourinho var þar að störfum sem sérfræðingur í sjónvarpi og í miðjum fögnuði Real hljóp Bellingham skyndilega yfir allan völlinn til að leita Mourinho uppi. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Bellinghams var skemmtileg því hann vildi að mamma sín fengi mynd af sér og portúgalska knattspyrnustjóranum. Mourinho var ekki lengi að segja já og Denise Bellingham fékk myndina sína og var það Jude sjálfur sem var í hlutverki ljósmyndara. Bellingham í hlutverki ljósmyndara.Vísir/Getty „Hún hefur verið aðdáandi hans í mörg ár,“ sagði Jude Bellingham í viðtali við TNT eftir leik. Bellingham sjálfur var í töluverðu uppnámi eftir leikinn og sagðist hafa verið góður þar til hann sá mömmu sína og pabba á risaskjánum á vellinum. „Og svo litli bróðir minn sem ég er að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir. Ég er hálf orðlaus. Þetta er besta kvöld lífs míns.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Real Madrid vann sinn fimmtánda Evrópumeistaratitil með því að leggja Dortmund 2-0 í úrslitaleik í gærkvöldi. Jude Bellingham var í aðalhlutverki hjá Real Madrid á tímabilinu en hann mætti sínum gömlu félögum í úrslitaleiknum eftir að hafa skipt frá Dortmund til Real síðastliðið sumar. Í fagnaðarlátunum eftir leik var Bellingham í aðalhlutverki og sást hann meðal annars fara til sinna gömlu liðsfélaga og hughreysta þá eftir tapið. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar ár hvert er einn stærsti sjónvarpsviðburður ársins. Sjálfur Jose Mourinho var þar að störfum sem sérfræðingur í sjónvarpi og í miðjum fögnuði Real hljóp Bellingham skyndilega yfir allan völlinn til að leita Mourinho uppi. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Bellinghams var skemmtileg því hann vildi að mamma sín fengi mynd af sér og portúgalska knattspyrnustjóranum. Mourinho var ekki lengi að segja já og Denise Bellingham fékk myndina sína og var það Jude sjálfur sem var í hlutverki ljósmyndara. Bellingham í hlutverki ljósmyndara.Vísir/Getty „Hún hefur verið aðdáandi hans í mörg ár,“ sagði Jude Bellingham í viðtali við TNT eftir leik. Bellingham sjálfur var í töluverðu uppnámi eftir leikinn og sagðist hafa verið góður þar til hann sá mömmu sína og pabba á risaskjánum á vellinum. „Og svo litli bróðir minn sem ég er að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir. Ég er hálf orðlaus. Þetta er besta kvöld lífs míns.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira