Emma Hayes vann fyrsta leikinn og Cloé Eyja skoraði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2024 12:41 Cloé Eyja Lacasse fagnar marki sínu sem var það fimmta hjá henni með A-landsliði Kanada. AP/Graham Hughes Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta byrjar vel undir stjórn Emmu Hayes og Cloé Eyja Lacasse var á skotskónum með kanadíska landsliðinu. Bandarísku stelpurnar unnu 4-0 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik Hayes. Hayes gerði Chelsea að enskum meisturum í vetur en hætti með liðið eftir tímabilið. Hún fær það stóra verkefni að koma bandaríska landsliðinu aftur á toppinn og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað vel. Mallory Swanson skoraði í leiknum sitt fyrsta mark í fimmtán mánuði fyrir landsliðið en hún sleit hnéskeljarsin á síðasta ári og missti af HM 2023. The USWNT defeat Korea Republic 4-0 in Emma Hayes' first game in charge 🇺🇸 pic.twitter.com/oDNc8xLxfg— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Swanson opnaði markareikninginn á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Sophiu Smith. Hún skoraði einnig fjórða markið á 74. mínútu en þá eftir sendingu frá Rose Lavelle. Tvö mörk í frábærri endurkomu hennar. Miðvörðurinn Tierna Davidson skoraði einnig tvö mörk í leiknum og í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu. Catarina Macario og Swanson lögðu upp mörk hennar, það fyrra á 38. mínútu og það síðasta á 48. mínútu. Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið en Hayes mun í framhaldinu líklegast velja átján manna hóp fyrir Ólympíuleikana í París. Eftir það mun liðið síðan spila vináttulandsleiki við Mexíkó og Kosta Ríka í júlí. Mallory Swanson scores the first goal of the Emma Hayes era 🇺🇸Watch USA vs. Korea Republic on TNT, TruTV and Max 📺 pic.twitter.com/zkVYgBeWkK— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse skoraði seinna mark Kanada í 2-0 sigri á Mexíkó. Þetta var hennar fimmta landsliðsmark fyrir Kanada. Lacasse kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í stöðunni 0-0. Adriana Leon skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Cloé það síðara á 86. mínútu. Hún slapp þá í gegn og skoraði af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan. Evelyne Viens, fyrrum leikmaður Íslendingaliðsins Kristianstad, lagði upp bæði mörkin. GOAL🍁🍁Cloé Lacasse doubles Canada's lead over Mexico with a patient finish after another perfect pass from Evelyne Viens🔴Watch the #CanWNT LIVE on OneSoccer pic.twitter.com/jp1qG60QCP— OneSoccer (@onesoccer) June 1, 2024 Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira
Bandarísku stelpurnar unnu 4-0 sigur á Suður-Kóreu í fyrsta leik Hayes. Hayes gerði Chelsea að enskum meisturum í vetur en hætti með liðið eftir tímabilið. Hún fær það stóra verkefni að koma bandaríska landsliðinu aftur á toppinn og það er óhætt að segja að hún hafi byrjað vel. Mallory Swanson skoraði í leiknum sitt fyrsta mark í fimmtán mánuði fyrir landsliðið en hún sleit hnéskeljarsin á síðasta ári og missti af HM 2023. The USWNT defeat Korea Republic 4-0 in Emma Hayes' first game in charge 🇺🇸 pic.twitter.com/oDNc8xLxfg— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Swanson opnaði markareikninginn á 34. mínútu eftir stoðsendingu frá Sophiu Smith. Hún skoraði einnig fjórða markið á 74. mínútu en þá eftir sendingu frá Rose Lavelle. Tvö mörk í frábærri endurkomu hennar. Miðvörðurinn Tierna Davidson skoraði einnig tvö mörk í leiknum og í bæði skiptin með skalla eftir hornspyrnu. Catarina Macario og Swanson lögðu upp mörk hennar, það fyrra á 38. mínútu og það síðasta á 48. mínútu. Liðin mætast aftur á þriðjudagskvöldið en Hayes mun í framhaldinu líklegast velja átján manna hóp fyrir Ólympíuleikana í París. Eftir það mun liðið síðan spila vináttulandsleiki við Mexíkó og Kosta Ríka í júlí. Mallory Swanson scores the first goal of the Emma Hayes era 🇺🇸Watch USA vs. Korea Republic on TNT, TruTV and Max 📺 pic.twitter.com/zkVYgBeWkK— B/R Football (@brfootball) June 1, 2024 Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse skoraði seinna mark Kanada í 2-0 sigri á Mexíkó. Þetta var hennar fimmta landsliðsmark fyrir Kanada. Lacasse kom inn á sem varamaður á 57. mínútu í stöðunni 0-0. Adriana Leon skoraði fyrra markið á 73. mínútu og Cloé það síðara á 86. mínútu. Hún slapp þá í gegn og skoraði af öryggi eins og sjá má hér fyrir neðan. Evelyne Viens, fyrrum leikmaður Íslendingaliðsins Kristianstad, lagði upp bæði mörkin. GOAL🍁🍁Cloé Lacasse doubles Canada's lead over Mexico with a patient finish after another perfect pass from Evelyne Viens🔴Watch the #CanWNT LIVE on OneSoccer pic.twitter.com/jp1qG60QCP— OneSoccer (@onesoccer) June 1, 2024
Bandaríski fótboltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Sjá meira