Var nálægt því að draga framboð sitt til baka Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. júní 2024 11:39 Halla segir næst á dagskrá að hvíla sig og flytja allt sitt dót heim frá Bandaríkjunum. Fyrir flutninga á Bessastaði í ágúst. Vísir/Bjarni „Mér líður furðu vel fyrir utan svefnleysið. Mér er hlýtt í hjarta og hjarta mitt er fullt af þakklæti fyrir ótrúlegan stuðning og ótrúlega gleði, alla leiðina í framboðinu,“ segir Halla Tómasdóttir nýkjörin forseti Íslands. Hún þakkar þjóðinni fyrir traustið og upplýsir að snemma í maí hafi hún verið á mörkum þess að draga framboðið til baka. Hún segir niðurstöðurnar ánægjulegar. En hún sé á sama tíma meðvituð um að margir hafi kosið aðra frambjóðendur og nú sé það verkefni hennar að verða forseti þeirra líka. „Því það vil ég vera. Það er gott að finna að það er sterkur stuðningur og það hefði örugglega verið erfitt fyrir mig og aðra ef það hefði verið mjótt á mununum. Ég held að það sé ákveðið traust í því að það sé afgerandi stuðningur,“ segir Halla sem viðurkennir þó að hafa ekki séð lokatölurnar. Hún hafi farið að sofa klukkan fimm. Hún segir þetta að einhverju leyti minna á það þegar hún fór síðast í framboð til forseta árið 2016 og það kom töluvert meira upp úr kjörkössunum en henni hafði verið spáð í skoðanakönnunum. Margir velti því fyrir sér hvers vegna það er en hún hafi upplifað mikla undiröldu og meðbyr. Kappræðurnar hafi skipt miklu máli síðustu daga í hennar tilfelli. Fagnar traustinu „Eigum við ekki að segja því að ég fagni því að það virðist allavega sem svo að traustið til mín hafi vaxið með tímanum og eftir því sem ég fékk betur kost á að koma fyrir framan fólk og hitta fleira fólk.“ Halla mældist með afar lítinn stuðning í fyrstu skoðanakönnunum en hann jókst eftir fyrstu kappræður í síðasta mánuði. Halla segir þetta hafa verið mikla brekku í hennar kosningabaráttu, eins og það var 2016. „Ég held að skilaboðin mín til allra eru að það er ótrúlega mikilvægt að þó eitthvað sé erfitt að gefast ekki upp ef eitthvað skiptir þau máli. Það var aldrei valkostur hjá okkur en það munaði þó litlu 3. maí,“ segir Halla en þann dag fóru fyrstu kappræður RÚV fram. Þá var hún raddlaus og nálægt því að hætta framboði. Halla segir þetta hafa verið djúpa holu í sínu lífi en oft komi holur á undan betri tímum. Niðurstöður í öllum kjördæmum. Hvað varðar framboðið núna og svo framboðið 2016 segir Halla margt hafa verið ólíkt. En nú hafi maðurinn hennar ekki verið í eins annasömu starfi og börnin verið orðin eldri og virk í framboðinu. Fjölskylda og vinir sem aðstoðuðu þá hafi aðstoðað aftur og fundið sömu gleðina og var 2016. Hugsi yfir samfélagslegri umræðu Halla segir umræðuna í kosningunum núna ekki hafa endilega verið samfélaginu til fyrirmyndar og það sé ef til vill merki um að orðræðan almennt í samfélaginu sé orðin erfiðari en hún var 2016. Hún sé sjálf með breitt bak en þetta sé góð vísbending um skort á trausti og vanlíðan fólks. „Ég er mjög hugsi yfir því og bauð mig ekki síst fram til að, mig langar til að hafa áhrif á það .Ég vil að andleg og samfélagsleg heilsa þjóðarinnar sé góð og ég vona að ég eigi eftir að geta lagt mitt af mörkum, með mörgum öðrum, á hönd á plóg svo að svo verði.“ Halla segir hafa farið vel á milli allra frambjóðenda. Það hafi myndast vinátta á milli þeirra og hún kunni vel að meta það. Halla segir ungt fólk þreytt á skautun í samfélaginu og hún vilji beita sér fyrir því að orðræðan sé betri. Hún vilji leiða fólk saman til samtals og það á grunni þeirra gilda sem hún hafi talað fyrir eins og heiðarleika, virðingu, ábyrgð. Það blómstri ekkert samfélag þar sem er verið að rífa niður. Auk þess sem það verði afar erfitt að ræða flókin mál þegar skautunin er mikil. Halla Tómasdóttir var í gær kjörin sjöundi forseti Íslands.Vísir/Bjarni Halla segist vonast til þessa, sem forseti, að geta beitt sér í þessu. Það geri hún þó alls ekki ein, það þurfi samfélagslegt átak. Hvernig forseti verðurðu? „Vonandi forseti sem opnar faðminn og tekur utan um þjóðina þegar vel gengur en líka þegar eitthvað bjátar á,“ segir Halla og að hún vilji vera forseti sem tekur utan um íslenskt samfélag og hjálpar þjóðinni að finna hugrekki til að vera áfram samfélag sem er til fyrirmyndar fyrir okkur sjálf. Þannig munum við sýna umheiminum hvað okkur er mögulegt. Um gott gengi sitt í kosningunum segir Halla vilja þakka fólkinu í landinu. Hún hafi sett fram áherslu og sýn sem þjóðinni hafi litist á. Þá nefndi hún sérstaklega ungt fólk sem hafi verið virkt í hennar baráttu. Halla segist ekki sammála því að stór hluti af fylginu hafi verið að kjósa taktískt. „Mér finnst ekki fallegt að við hugsum þannig í lýðræðinu.“ Klútabyltingin Hún segir hafa verið undiröldu hjá unga fólkinu. Klúturinn hafi verið orðinn táknrænn og fólk mætt með klút á kosningaskrifstofuna og á kosningavökuna. „Ég kallaði þetta klútabyltinguna en ég held að þetta sé hreyfing,“ segir Halla en að hún hafi ekkert gert ein. Ungt fólk hafi tekið þátt og viljað vera með í virku samtali. Halla hefur haldið heimili á Íslandi og Bandaríkjunum síðustu ár. Hún segir það nú næsta skref fjölskyldunnar að ákveða hvernig þau haga flutningum. Þau þurfi einnig að skoða aðstæður á Bessastöðum en verði komin með allt heim að utan fyrir flutningana í ágúst. Hún segir alla fjölskylduna spennta fyrir nýju hlutverki hennar. Niðurstöður kosninganna. Hún segist nú þurfa að leysa einhverja hnúta í fyrra starfi. Einnig ætli hún að hvíla sig og taka utan um fjölskylduna sína. Verja með þeim einföldum gæðastundum. Fyrir framan sjónvarpið með heimatilbúna máltíð. Fyrsti karlmakinn „Ég er held ég enn að jafna mig. Þetta var ótrúlegur dagur í gær,“ segir Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, sem er fyrsti karlmaki íslensks forseta, forsetaherra. Hann segist eins og Halla hafa fundið mikinn meðbyr og undiröldu. Hann sé að springa úr stolti og sé spenntur að takast á við þetta nýja hlutverk með Höllu. Yfir það heila hafi þetta verið stórkostleg upplifun og markmiðið hafi alltaf verið að heyja gleðilega baráttu. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“ Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri. 2. júní 2024 11:26 Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. 2. júní 2024 10:25 Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
Hún segir niðurstöðurnar ánægjulegar. En hún sé á sama tíma meðvituð um að margir hafi kosið aðra frambjóðendur og nú sé það verkefni hennar að verða forseti þeirra líka. „Því það vil ég vera. Það er gott að finna að það er sterkur stuðningur og það hefði örugglega verið erfitt fyrir mig og aðra ef það hefði verið mjótt á mununum. Ég held að það sé ákveðið traust í því að það sé afgerandi stuðningur,“ segir Halla sem viðurkennir þó að hafa ekki séð lokatölurnar. Hún hafi farið að sofa klukkan fimm. Hún segir þetta að einhverju leyti minna á það þegar hún fór síðast í framboð til forseta árið 2016 og það kom töluvert meira upp úr kjörkössunum en henni hafði verið spáð í skoðanakönnunum. Margir velti því fyrir sér hvers vegna það er en hún hafi upplifað mikla undiröldu og meðbyr. Kappræðurnar hafi skipt miklu máli síðustu daga í hennar tilfelli. Fagnar traustinu „Eigum við ekki að segja því að ég fagni því að það virðist allavega sem svo að traustið til mín hafi vaxið með tímanum og eftir því sem ég fékk betur kost á að koma fyrir framan fólk og hitta fleira fólk.“ Halla mældist með afar lítinn stuðning í fyrstu skoðanakönnunum en hann jókst eftir fyrstu kappræður í síðasta mánuði. Halla segir þetta hafa verið mikla brekku í hennar kosningabaráttu, eins og það var 2016. „Ég held að skilaboðin mín til allra eru að það er ótrúlega mikilvægt að þó eitthvað sé erfitt að gefast ekki upp ef eitthvað skiptir þau máli. Það var aldrei valkostur hjá okkur en það munaði þó litlu 3. maí,“ segir Halla en þann dag fóru fyrstu kappræður RÚV fram. Þá var hún raddlaus og nálægt því að hætta framboði. Halla segir þetta hafa verið djúpa holu í sínu lífi en oft komi holur á undan betri tímum. Niðurstöður í öllum kjördæmum. Hvað varðar framboðið núna og svo framboðið 2016 segir Halla margt hafa verið ólíkt. En nú hafi maðurinn hennar ekki verið í eins annasömu starfi og börnin verið orðin eldri og virk í framboðinu. Fjölskylda og vinir sem aðstoðuðu þá hafi aðstoðað aftur og fundið sömu gleðina og var 2016. Hugsi yfir samfélagslegri umræðu Halla segir umræðuna í kosningunum núna ekki hafa endilega verið samfélaginu til fyrirmyndar og það sé ef til vill merki um að orðræðan almennt í samfélaginu sé orðin erfiðari en hún var 2016. Hún sé sjálf með breitt bak en þetta sé góð vísbending um skort á trausti og vanlíðan fólks. „Ég er mjög hugsi yfir því og bauð mig ekki síst fram til að, mig langar til að hafa áhrif á það .Ég vil að andleg og samfélagsleg heilsa þjóðarinnar sé góð og ég vona að ég eigi eftir að geta lagt mitt af mörkum, með mörgum öðrum, á hönd á plóg svo að svo verði.“ Halla segir hafa farið vel á milli allra frambjóðenda. Það hafi myndast vinátta á milli þeirra og hún kunni vel að meta það. Halla segir ungt fólk þreytt á skautun í samfélaginu og hún vilji beita sér fyrir því að orðræðan sé betri. Hún vilji leiða fólk saman til samtals og það á grunni þeirra gilda sem hún hafi talað fyrir eins og heiðarleika, virðingu, ábyrgð. Það blómstri ekkert samfélag þar sem er verið að rífa niður. Auk þess sem það verði afar erfitt að ræða flókin mál þegar skautunin er mikil. Halla Tómasdóttir var í gær kjörin sjöundi forseti Íslands.Vísir/Bjarni Halla segist vonast til þessa, sem forseti, að geta beitt sér í þessu. Það geri hún þó alls ekki ein, það þurfi samfélagslegt átak. Hvernig forseti verðurðu? „Vonandi forseti sem opnar faðminn og tekur utan um þjóðina þegar vel gengur en líka þegar eitthvað bjátar á,“ segir Halla og að hún vilji vera forseti sem tekur utan um íslenskt samfélag og hjálpar þjóðinni að finna hugrekki til að vera áfram samfélag sem er til fyrirmyndar fyrir okkur sjálf. Þannig munum við sýna umheiminum hvað okkur er mögulegt. Um gott gengi sitt í kosningunum segir Halla vilja þakka fólkinu í landinu. Hún hafi sett fram áherslu og sýn sem þjóðinni hafi litist á. Þá nefndi hún sérstaklega ungt fólk sem hafi verið virkt í hennar baráttu. Halla segist ekki sammála því að stór hluti af fylginu hafi verið að kjósa taktískt. „Mér finnst ekki fallegt að við hugsum þannig í lýðræðinu.“ Klútabyltingin Hún segir hafa verið undiröldu hjá unga fólkinu. Klúturinn hafi verið orðinn táknrænn og fólk mætt með klút á kosningaskrifstofuna og á kosningavökuna. „Ég kallaði þetta klútabyltinguna en ég held að þetta sé hreyfing,“ segir Halla en að hún hafi ekkert gert ein. Ungt fólk hafi tekið þátt og viljað vera með í virku samtali. Halla hefur haldið heimili á Íslandi og Bandaríkjunum síðustu ár. Hún segir það nú næsta skref fjölskyldunnar að ákveða hvernig þau haga flutningum. Þau þurfi einnig að skoða aðstæður á Bessastöðum en verði komin með allt heim að utan fyrir flutningana í ágúst. Hún segir alla fjölskylduna spennta fyrir nýju hlutverki hennar. Niðurstöður kosninganna. Hún segist nú þurfa að leysa einhverja hnúta í fyrra starfi. Einnig ætli hún að hvíla sig og taka utan um fjölskylduna sína. Verja með þeim einföldum gæðastundum. Fyrir framan sjónvarpið með heimatilbúna máltíð. Fyrsti karlmakinn „Ég er held ég enn að jafna mig. Þetta var ótrúlegur dagur í gær,“ segir Björn Skúlason, eiginmaður Höllu, sem er fyrsti karlmaki íslensks forseta, forsetaherra. Hann segist eins og Halla hafa fundið mikinn meðbyr og undiröldu. Hann sé að springa úr stolti og sé spenntur að takast á við þetta nýja hlutverk með Höllu. Yfir það heila hafi þetta verið stórkostleg upplifun og markmiðið hafi alltaf verið að heyja gleðilega baráttu.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir „Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“ Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri. 2. júní 2024 11:26 Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. 2. júní 2024 10:25 Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Sjá meira
„Sigur MBA-gráðunnar, leiðtogafræða og mannauðsstjórnunar“ Þeir eru hálf dasaðir áhugamenn um þjóðmálin sem tjá sig á Facebook í dag en hvergi nærri af baki dottnir. Þar er sigur Höllu Tómasdóttur skoðaður frá ýmsum vinklum. Þar keppast menn við að benda á að ekkert sé að taktískum sigri. 2. júní 2024 11:26
Björn lagði línuna og kjósendur svöruðu kallinu Varla er um það deilt að sigur Höllu Tómasdóttur er ekki síst taktískur. Þegar fyrir lá að baráttan stóð á milli hennar og Katrínar Jakobsdóttur sveiflaðist fylgið til hennar sem aldrei fyrr. 2. júní 2024 10:25
Veit ekki hvað tekur við en byrjar á kaffibolla Katrín Jakobsdóttir hefur óskað Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjör til embættis forseta Íslands. „Nú taka við ný ævintýri hjá mér sem ég veit ekkert hver verða. En fyrst ætla ég að fá mér kaffi og njóta þess að vera hér og nú.“ 2. júní 2024 10:25
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda