Skili embættinu þannig að nýr forseti og þjóðin geti vel við unað Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2024 17:37 Þakklæti er Guðna og Elízu efst í huga á þessum tímamótum. Stöð 2 Guðni Th. Jóhannesson forseti segir það hafa verið ágæta tilfinningu að mæta á kjörstað til að greiða atkvæði í forsetakosningunum, þeim fyrstu í nokkurn tíma þar sem hann er ekki sjálfur á kjörseðlinum. Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid kusu í Álftanesskóla á Álftanesi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu segist hann vera þakklátur fyrir að búa í lýðræðisríki þar sem borgararnir geti tekið þátt í að velja fólk í áhrifa- og ábyrgðarstöður. Hann segist fagna því að við höfum þetta fína fólk sem sé í framboði. „Ég er alveg handviss um að hver einasti kjósandi mun finna forsetaefni við hæfi,“ segir Guðni. Er eitthvað sem stendur upp úr á þessum tímamótum? „Það hafa verið einstök forréttindi að gegna þessu embætti. Ég hef kynnst svo mörgum. Ég hef verið með fólki á gleðistundum og líka dögum hinna dýpstu sorgar. Ég hef fengið að kynna Ísland, mannlífið hér og allt sem við getum haft fram að færa úti í hinum stóra heimi. Ég hef fengið að taka á móti tignum gestum hérna heima og sagt þeim frá landi og þjóð. Þannig að það er margt sem kemur upp í hugann, vissulega, á svona stundu, en fyrst og fremst þakklæti. Og ef ég má segja það sjálfur, mér finnst ég skila þessu embætti þannig að næsti forseti geti vel við unað og vonandi líka þjóðin öll,“ segir Guðni. Ertu með einhver ráð til nýs forseta þegar liggur fyrir hver tekur við á Bessastöðum? „Fylgja eigin sannfæringu. Virða venjur, hefðir og stjórnskipun. Njóta, hlusta á ráð vina, embættismanna og annarra en muna alltaf að þegar allt kemur til alls eru ákvarðanirnar þínar einar og forsetinn einn verður að svara fyrir allar gjörðir. Það er ekki hægt að varpa ábyrgð yfir á einhvern annan.“ Elíza, þú ert líka búin að gegna stóru hlutveri síðast liðin ár. Hvernig hefur þetta verið fyrir þig? „Þetta er búið að vera ógleymanlegt ævintýri, að sjálfsögðu. Mikill heiður, mikil forréttindi. Ég er mjög stolt af manninum mínum að sjálfsögðu. Þetta er svolítið skrýtnar tilfinningar núna þar sem þetta er að enda. Maður vissi auðvitað alltaf að þetta myndi vera þannig en allt í einu er þetta að breytast. Ég tek alveg undir það sem Guðni sagði. Maður er fullur þakklætis fyrir hversu vel fólk hefur tekið á móti okkur,“ segir Elíza. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan. Forsetakosningar 2024 Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid kusu í Álftanesskóla á Álftanesi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu segist hann vera þakklátur fyrir að búa í lýðræðisríki þar sem borgararnir geti tekið þátt í að velja fólk í áhrifa- og ábyrgðarstöður. Hann segist fagna því að við höfum þetta fína fólk sem sé í framboði. „Ég er alveg handviss um að hver einasti kjósandi mun finna forsetaefni við hæfi,“ segir Guðni. Er eitthvað sem stendur upp úr á þessum tímamótum? „Það hafa verið einstök forréttindi að gegna þessu embætti. Ég hef kynnst svo mörgum. Ég hef verið með fólki á gleðistundum og líka dögum hinna dýpstu sorgar. Ég hef fengið að kynna Ísland, mannlífið hér og allt sem við getum haft fram að færa úti í hinum stóra heimi. Ég hef fengið að taka á móti tignum gestum hérna heima og sagt þeim frá landi og þjóð. Þannig að það er margt sem kemur upp í hugann, vissulega, á svona stundu, en fyrst og fremst þakklæti. Og ef ég má segja það sjálfur, mér finnst ég skila þessu embætti þannig að næsti forseti geti vel við unað og vonandi líka þjóðin öll,“ segir Guðni. Ertu með einhver ráð til nýs forseta þegar liggur fyrir hver tekur við á Bessastöðum? „Fylgja eigin sannfæringu. Virða venjur, hefðir og stjórnskipun. Njóta, hlusta á ráð vina, embættismanna og annarra en muna alltaf að þegar allt kemur til alls eru ákvarðanirnar þínar einar og forsetinn einn verður að svara fyrir allar gjörðir. Það er ekki hægt að varpa ábyrgð yfir á einhvern annan.“ Elíza, þú ert líka búin að gegna stóru hlutveri síðast liðin ár. Hvernig hefur þetta verið fyrir þig? „Þetta er búið að vera ógleymanlegt ævintýri, að sjálfsögðu. Mikill heiður, mikil forréttindi. Ég er mjög stolt af manninum mínum að sjálfsögðu. Þetta er svolítið skrýtnar tilfinningar núna þar sem þetta er að enda. Maður vissi auðvitað alltaf að þetta myndi vera þannig en allt í einu er þetta að breytast. Ég tek alveg undir það sem Guðni sagði. Maður er fullur þakklætis fyrir hversu vel fólk hefur tekið á móti okkur,“ segir Elíza. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Forsetakosningar 2024 Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06