Isabella tilkynnti um komu drengsins í myndafærslu á Instagram. Þar mátti meðal annas sjá afar stoltan stóra bróður með þann litla í fanginu.
Isabella og Davíð gengu í hjónaband Verslunarmannahelgina á síðasta ári í garðinum við hús þeirra á Hrólfsskálavör á Seltjarnarnesi.
Samband þeirra hjóna er ekki mjög gamalt þó það hafi verið viðburðaríkt. Fréttir af parinu bárust fyrst fyrir tveimur árum en þá vakti aldursmunurinn milli þeirra helst athygli. Davíð er fæddur 1977 en Isabella 1999 og því er 22 ára aldursmunur á milli þeirra.