„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 11:10 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað eftir að sambýlisfólk á sjötugsaldri fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík í gær. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinafræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn lögreglu, sem hafi lokið í nótt. Í kjölfarið muni fara fram réttarmeinarfræðileg rannsókn á líkunum. Að öðru leyti hefur lögregla ekki getað tjáð sig um málið þegar fréttastofa hefur leitað frekari upplýsinga. Segir enga hættu á ferðum Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir fólki verulega brugðið. „Þetta er ekki staða sem við þekkjum í okkar friðsæla samfélagi. Persónulegur harmleikur sem hefur átt sér stað og ég vil ítreka það við alla að málið sé ekki þess eðlis að það sé hætta á ferðum,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Samfélagið verði nú að standa saman. „Hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda og styðja hvert annað þegar svona kemur upp. Það eru vissulega eðlilegar tilfinningar og það koma upp alls konar tilfinningar hjá fólki, hvort sem það tengist þessu máli eða ekki.“ Í Bolungarvík búi lítið en samheldið samfélag. Eðlilegt sé að alls konar tilfinningar vakni upp við mál eins og þetta. „Það er, eins og ég segi, okkar hlutverk að halda utan um hvert annað.“ Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. 28. maí 2024 09:40 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. 27. maí 2024 23:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað eftir að sambýlisfólk á sjötugsaldri fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík í gær. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinafræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn lögreglu, sem hafi lokið í nótt. Í kjölfarið muni fara fram réttarmeinarfræðileg rannsókn á líkunum. Að öðru leyti hefur lögregla ekki getað tjáð sig um málið þegar fréttastofa hefur leitað frekari upplýsinga. Segir enga hættu á ferðum Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir fólki verulega brugðið. „Þetta er ekki staða sem við þekkjum í okkar friðsæla samfélagi. Persónulegur harmleikur sem hefur átt sér stað og ég vil ítreka það við alla að málið sé ekki þess eðlis að það sé hætta á ferðum,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Samfélagið verði nú að standa saman. „Hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda og styðja hvert annað þegar svona kemur upp. Það eru vissulega eðlilegar tilfinningar og það koma upp alls konar tilfinningar hjá fólki, hvort sem það tengist þessu máli eða ekki.“ Í Bolungarvík búi lítið en samheldið samfélag. Eðlilegt sé að alls konar tilfinningar vakni upp við mál eins og þetta. „Það er, eins og ég segi, okkar hlutverk að halda utan um hvert annað.“
Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. 28. maí 2024 09:40 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. 27. maí 2024 23:00 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. 28. maí 2024 09:40
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47
Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. 27. maí 2024 23:00