„Okkar hlutverk að halda utan um hvert annað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2024 11:10 Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir samfélagið í áfalli vegna andláts sambýlisfólks á sjötugsaldri í gærkvöldi. Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað eftir að sambýlisfólk á sjötugsaldri fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík í gær. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinafræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn lögreglu, sem hafi lokið í nótt. Í kjölfarið muni fara fram réttarmeinarfræðileg rannsókn á líkunum. Að öðru leyti hefur lögregla ekki getað tjáð sig um málið þegar fréttastofa hefur leitað frekari upplýsinga. Segir enga hættu á ferðum Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir fólki verulega brugðið. „Þetta er ekki staða sem við þekkjum í okkar friðsæla samfélagi. Persónulegur harmleikur sem hefur átt sér stað og ég vil ítreka það við alla að málið sé ekki þess eðlis að það sé hætta á ferðum,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Samfélagið verði nú að standa saman. „Hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda og styðja hvert annað þegar svona kemur upp. Það eru vissulega eðlilegar tilfinningar og það koma upp alls konar tilfinningar hjá fólki, hvort sem það tengist þessu máli eða ekki.“ Í Bolungarvík búi lítið en samheldið samfélag. Eðlilegt sé að alls konar tilfinningar vakni upp við mál eins og þetta. „Það er, eins og ég segi, okkar hlutverk að halda utan um hvert annað.“ Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. 28. maí 2024 09:40 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. 27. maí 2024 23:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað eftir að sambýlisfólk á sjötugsaldri fannst látið í heimahúsi í Bolungarvík í gær. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk réttarmeinafræðings til að taka þátt í vettvangsrannsókn lögreglu, sem hafi lokið í nótt. Í kjölfarið muni fara fram réttarmeinarfræðileg rannsókn á líkunum. Að öðru leyti hefur lögregla ekki getað tjáð sig um málið þegar fréttastofa hefur leitað frekari upplýsinga. Segir enga hættu á ferðum Bæjarstjórinn í Bolungarvík segir fólki verulega brugðið. „Þetta er ekki staða sem við þekkjum í okkar friðsæla samfélagi. Persónulegur harmleikur sem hefur átt sér stað og ég vil ítreka það við alla að málið sé ekki þess eðlis að það sé hætta á ferðum,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Samfélagið verði nú að standa saman. „Hlúa að þeim sem eiga um sárt að binda og styðja hvert annað þegar svona kemur upp. Það eru vissulega eðlilegar tilfinningar og það koma upp alls konar tilfinningar hjá fólki, hvort sem það tengist þessu máli eða ekki.“ Í Bolungarvík búi lítið en samheldið samfélag. Eðlilegt sé að alls konar tilfinningar vakni upp við mál eins og þetta. „Það er, eins og ég segi, okkar hlutverk að halda utan um hvert annað.“
Bolungarvík Lögreglumál Tengdar fréttir Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. 28. maí 2024 09:40 Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47 Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. 27. maí 2024 23:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Tvö látin en ekkert bendi til saknæms atburðar Lögreglan á Vestfjörðum segir ekkert benda til þess að saknæmur atburður hafi átt sér stað í Bolungarvík í gær. Lögreglan hefur til rannsóknar andlát tveggja einstaklinga í heimahúsi í bænum en um er að ræða sambýlisfólk á sjötugsaldri. 28. maí 2024 09:40
Enginn í haldi í tengslum við mannslát í Bolungarvík Yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum segir að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við mannslát í Bolungarvík í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var send á staðinn í gærkvöldi. 28. maí 2024 08:47
Lögregla rannsakar andlát í Bolungarvík Lögreglan á Vestfjörðum kallaði í kvöld eftir aðstoð tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregla til rannsóknar andlát í Bolungarvík. Lögreglustjóri vill lítið sem ekkert tjá sig um málið. 27. maí 2024 23:00