Ætlar að spila á ný þrátt fyrir að hafa verið við dauðans dyr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2024 07:00 Var í lykilhlutverki áður en hann veiktist illa fyrr á árinu. Foto Olimpik/Getty Images) Kristoffer Olsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, segist ætla að spila fótbolta á nýjan leik þrátt fyrir að hafa verið við dauðans dyr fyrr á þessu ári. Eins og Vísir greindi ítarlega frá fyrr á árinu þá veiktist hinn 28 ára gamli Olsson illa og missti meðvitund á heimili sínu seint í febrúar. Í kjölfarið kom í ljós að hann var með fjölda lítilla blóðtappa í heila og þá í báðum heilahvelum. Var honum haldið í öndunarvél í margar vikur en er nú kominn á stjá og mætti hann á leikinn þar sem Midtjylland varð Danmerkurmeistari í gær, sunnudag. „Mér líður frábærlega. Ég mun spila fótbolta á nýjan leik. Ég get hreyft mig, ég get hlaupið og minnið mitt er gott. Ég finn að ég verð betri með hverjum deginum. Ég var með allskyns slöngur í mér meðan ég var á spítalanum en nú er ég aðeins með þetta litla dót sem hjálpar mér að pissa,“ sagði sænski landsliðsmaðurinn í viðtali við Aftonbladet. Vores svenske supermand 🖤❤️ pic.twitter.com/QBFvX1cUbA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 27, 2024 „Ég var bókstaflega að deyja. Ég man ekkert eftir því,“ sagði Olsson um fyrstu vikurnar eftir að hann hneig niður á heimili sínu. Olsson á að baki 47 A-landsleiki. Hann vaknaði úr dáinu í apríl og lét sig dreyma um að spila undir lok tímabilsins. Eftir stutt spjall við læknana sem meðhöndluðu hann áttaði hann sig á því að það væri óraunhæft. Hann er hins vegar staðráðinn í að spila aftur á ferlinum og væri vitlaust að veðja gegn þessum þrautseiga miðjumanni. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sjá meira
Eins og Vísir greindi ítarlega frá fyrr á árinu þá veiktist hinn 28 ára gamli Olsson illa og missti meðvitund á heimili sínu seint í febrúar. Í kjölfarið kom í ljós að hann var með fjölda lítilla blóðtappa í heila og þá í báðum heilahvelum. Var honum haldið í öndunarvél í margar vikur en er nú kominn á stjá og mætti hann á leikinn þar sem Midtjylland varð Danmerkurmeistari í gær, sunnudag. „Mér líður frábærlega. Ég mun spila fótbolta á nýjan leik. Ég get hreyft mig, ég get hlaupið og minnið mitt er gott. Ég finn að ég verð betri með hverjum deginum. Ég var með allskyns slöngur í mér meðan ég var á spítalanum en nú er ég aðeins með þetta litla dót sem hjálpar mér að pissa,“ sagði sænski landsliðsmaðurinn í viðtali við Aftonbladet. Vores svenske supermand 🖤❤️ pic.twitter.com/QBFvX1cUbA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) May 27, 2024 „Ég var bókstaflega að deyja. Ég man ekkert eftir því,“ sagði Olsson um fyrstu vikurnar eftir að hann hneig niður á heimili sínu. Olsson á að baki 47 A-landsleiki. Hann vaknaði úr dáinu í apríl og lét sig dreyma um að spila undir lok tímabilsins. Eftir stutt spjall við læknana sem meðhöndluðu hann áttaði hann sig á því að það væri óraunhæft. Hann er hins vegar staðráðinn í að spila aftur á ferlinum og væri vitlaust að veðja gegn þessum þrautseiga miðjumanni.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sjá meira