AfD náði ekki að sigra eftir hrinu hneykslismála Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2024 13:10 Maximilian Krah, leiðtogi AfD á Evrópuþinginu, kom sér meðal annars í klandur með því að segja ítölsku dagblaði að allir liðsmenn SS-sveitanna hefðu ekki endilega verið stríðsglæpamenn. Hann er einnig til rannsóknar í tengslum við greiðslur frá Rússlandi og Kína. AP/Jean-Francois Badias Fjarhægriflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) tókst ekki að tryggja sér neina sigra þrátt fyrir að hann bætti stöðu sína í kosningum í höfuðvígi sínu í Austur-Þýskalandi um helgina. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá flokknum síðustu vikurnar. Kosið var til sveitarstjórna og borgar- og bæjarstjóra í Þýringalandi í Austu-Þýskalandi í gær. AfD hefur átt góðu gengi að fagna þar og var jafnvel spáð sigrum. Flokkurinn náði sínum fyrsta sveitarstjóra í Þýskalandi í Þýringalandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sambandslandskosningunum sem fara fram þar í september. Þær spár gengu ekki eftir þó að flokkurinn bætti við sig, að sögn AP-fréttastofunnar. AfD fékk rúman fjórðung atkvæða til sveitarstjórna í sambandslandinu, nokkuð á ftir Kristilegum demókrötum (CDU). Þrátt fyrir að níu frambjóðendur AfD hafi komist í seinni umferð kosninga sem fer fram 9. júní er þeim ekki spáð sigri þar. Aðeins einn þeirra var með forskot á næsta keppinaut sinn en það var naumt. Frá kjörstað í borginni Gera í Þýringalandi í gær.AP/Heiko Rebsch/dpa Nasistaummæli, njósnir og mútuþægni AfD hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þýska alríkislögreglan handtók aðstoðarmann Maximilians Krah, leiðtoga flokksins á Evrópuþinginu, fyrir njósnir í þágu Kínverja í síðasta mánuði. Krah hafnaði því að segja af sér vegna þess máls en hann komst aftur í hann krappan á dögunum þegar hann lýsti því yfir að liðsmenn SS-sveita nasista hefðu ekki allir verið glæpamenn. SS-sveitirnar léku meðal annars lykilhlutverk í helförinni sem nasistar ráku gegn gyðingum. Þau ummæli urðu til þess að þinghópur fjarhægriflokka á Evrópuþinginu varpaði AfD á dyr í síðustu viku. AfD bannaði Krah í kjölfarið að koma fram í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í næsta mánuði. Hann er áfram helsti frambjóðandi flokksins í þeim kosningum. Þjóðfylkingin Marine Le Pen í Frakklandi hafði áður reynt að fjarlægja sig AfD í kjölfar frétta um að leiðtogar flokksins hefðu fundað á leyn og rætt um fjöldabrottvísanir fólks sem er ekki af þýskum uppruna, óháð því hvort að það væri þýskir ríkisborgarar eða ekki. Enn syrti í álinn þegar í ljós kom að þýsk yfirvöld rannsaka meintar greiðslur sem Krah á að hafa fengið frá Kína og Rússlandi. Þá gerði þýska lögreglan húsleit hjá Peter Bystron, öðrum Evrópuþingmanni AfD, í tengslum við rannsókn á peningaþvætti og mútuþægni. Bystron er sagður hafa þegið fé frá Rússlandi til þess að tala máli Kremlar. Bæði Bystron og Krah neita ásökununum. Björn Höcke, frambjóðandi AfD til ríkisstjóra Þýringalands, var sektaður fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í þessum mánuði. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Kosið var til sveitarstjórna og borgar- og bæjarstjóra í Þýringalandi í Austu-Þýskalandi í gær. AfD hefur átt góðu gengi að fagna þar og var jafnvel spáð sigrum. Flokkurinn náði sínum fyrsta sveitarstjóra í Þýskalandi í Þýringalandi í fyrra og ætlar sér stóra hluti í sambandslandskosningunum sem fara fram þar í september. Þær spár gengu ekki eftir þó að flokkurinn bætti við sig, að sögn AP-fréttastofunnar. AfD fékk rúman fjórðung atkvæða til sveitarstjórna í sambandslandinu, nokkuð á ftir Kristilegum demókrötum (CDU). Þrátt fyrir að níu frambjóðendur AfD hafi komist í seinni umferð kosninga sem fer fram 9. júní er þeim ekki spáð sigri þar. Aðeins einn þeirra var með forskot á næsta keppinaut sinn en það var naumt. Frá kjörstað í borginni Gera í Þýringalandi í gær.AP/Heiko Rebsch/dpa Nasistaummæli, njósnir og mútuþægni AfD hefur ekki átt sjö dagana sæla upp á síðkastið. Þýska alríkislögreglan handtók aðstoðarmann Maximilians Krah, leiðtoga flokksins á Evrópuþinginu, fyrir njósnir í þágu Kínverja í síðasta mánuði. Krah hafnaði því að segja af sér vegna þess máls en hann komst aftur í hann krappan á dögunum þegar hann lýsti því yfir að liðsmenn SS-sveita nasista hefðu ekki allir verið glæpamenn. SS-sveitirnar léku meðal annars lykilhlutverk í helförinni sem nasistar ráku gegn gyðingum. Þau ummæli urðu til þess að þinghópur fjarhægriflokka á Evrópuþinginu varpaði AfD á dyr í síðustu viku. AfD bannaði Krah í kjölfarið að koma fram í kosningabaráttunni fyrir Evrópuþingskosningar sem fara fram í næsta mánuði. Hann er áfram helsti frambjóðandi flokksins í þeim kosningum. Þjóðfylkingin Marine Le Pen í Frakklandi hafði áður reynt að fjarlægja sig AfD í kjölfar frétta um að leiðtogar flokksins hefðu fundað á leyn og rætt um fjöldabrottvísanir fólks sem er ekki af þýskum uppruna, óháð því hvort að það væri þýskir ríkisborgarar eða ekki. Enn syrti í álinn þegar í ljós kom að þýsk yfirvöld rannsaka meintar greiðslur sem Krah á að hafa fengið frá Kína og Rússlandi. Þá gerði þýska lögreglan húsleit hjá Peter Bystron, öðrum Evrópuþingmanni AfD, í tengslum við rannsókn á peningaþvætti og mútuþægni. Bystron er sagður hafa þegið fé frá Rússlandi til þess að tala máli Kremlar. Bæði Bystron og Krah neita ásökununum. Björn Höcke, frambjóðandi AfD til ríkisstjóra Þýringalands, var sektaður fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á fundi með stuðningsmönnum sínum fyrr í þessum mánuði.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56 Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Segir ekki af sér þrátt fyrir njósnir aðstoðarmannsins Leiðtogi þýska hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) ætlar ekki að segja af sér þrátt fyrir að aðstoðarmaður hans sé sakaður um að njósna fyrir Kina. Hann hafi sjálfur ekkert gert af sér. 24. apríl 2024 13:56
Starfsmaður hægrijaðarflokks handtekinn fyrir njósnir fyrir Kína Þýska lögreglan handtók aðstoðarmann Evrópuþingmanns hægrijaðarflokksins Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) sem er grunaður um að njósna fyrir kínversk stjórnvöld. Málið er sagt sérstaklega alvarlegt. 23. apríl 2024 08:46