Fótbolti

Cucurella, Raya og Joselu í EM-æfingahópi Spán­verja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marc Cucurella er með í æfingahópnum og er einn af þremur leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni.
Marc Cucurella er með í æfingahópnum og er einn af þremur leikmönnum úr ensku úrvalsdeildinni. Getty/Dan Mullan

Spánverjar eru að gera sig klára fyrir stórmót sumarsins og mæta með athyglisvert lið á EM í fótbolta.

Þrír leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni komust í hóp spænska landsliðsins fyrir Evrópukeppnina í Þýskalandi í sumar.

Landsliðsþjálfarinn Luis de la Fuente tilkynnti í dag hvaða 29 leikmenn verða í 29 manna æfingahópi Spánverja en 26 leikmenn fá síðan að fara með á EM.

Rodri hjá Manchester City, Marc Cucurella hjá Chelsea og David Raya hjá Arsenal eru allir í æfingahópnum.

Joselu, sem var hetja Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er líka í hópnum en hann kom inn á sem varamaður og skoraði tvö mörk í 2-1 sigri á Bayern München.

Dani Carvajal og Lamine Yamal eru báðir með í hópnum en Marco Asensio var ekki valinn. Reynsluboltinn Alvaro Morata er aftur á móti einn af sóknarmönnum liðsins.

Yamal er ekki sá eini frá Barcelona þrátt fyrir sveiflukennt gengi í vetur. Fermin Lopez er í hópnum eins og þeir Pau Cubarsi, Pedri og Ferrran Torres.

Spánverjar spila vináttuleiki við Andorra og Norður-Írland fyrir mót en eru í riðli með Króatíu, Ítalíu og Albaníu á EM.

EM-æfingahópur Spánverja:

  • Markmenn: Unai Simon (Athletic Bilbao), Alex Remiro (Real Sociedad), David Raya (Arsenal).
  • Varnarmenn: Dani Carvajal (Real Madrid), Jesus Navas (Sevilla), Aymeric Laporte (Al-Nassr), Nacho Fernandez (Real Madrid), Robin Le Normand (Real Sociedad), Pau Cubarsi (Barcelona), Dani Vivian (Athletic Bilbao), Alex Grimaldo (Bayer Leverkusen), Marc Cucurella (Chelsea).
  • Miðjumenn: Rodrigo (Manchester City), Martin Zubimendi (Real Sociedad), Fabian Ruiz (Paris St-Germain), Mikel Merino (Real Sociedad), Pedri (Barcelona), Marcos Llorente (Atletico Madrid), Aleix Garcia (Girona), Alex Baena (Villarreal), Fermin Lopez (Barcelona).
  • Sóknarmenn: Alvaro Morata (Atletico Madrid), Joselu (Real Madrid), Dani Olmo (Leipzig), Nico Williams (Athletic Bilbao), Mikel Oyarzabal (Real Sociedad), Ayoze Perez (Real Betis), Ferran Torres (Barcelona), Lamine Yamal (Barcelona).



Fleiri fréttir

Sjá meira


×