Fótbolti

Svein­dís Jane mætti og studdi sína konu: Stolt af þér gullið mitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jonsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir sjást hér mæta til leiks fyrir leik Íslands á Evrópumótinu 2022.
Sveindís Jane Jonsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir sjást hér mæta til leiks fyrir leik Íslands á Evrópumótinu 2022. Getty/Sarah Stier

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir snéri aftur inn á fótboltavöllinn í gær eftir níu mánaða fjarveru.

Cecilía missti af nær öllu tímabilinu vegna hnémeiðsla sem hún varð fyrir síðasta haust. Það var gott að sjá hana taka skrefið aftur inn á völlinn og standa sig vel.

Cecilía Rán stóð þá í marki varaliðs Bayern München í lokaumferð þýsku b-deildarinnar og í leik sem liðið varð að vinna.

Bayern liðið þurfti sigur til að gulltryggja sæti sitt í deildinni. Liðið vann Eintracht Frankfurt II 4-0 og Cecilía Rán hélt marki sínu hreinu í fyrsta leiknum í langan tíma.

Sveindís Jane með Cecilíu Rán eftir leikinn.@sveindisss

Sveindís Jane fékk líka stuðning frá vinkonu sinni úr landsliðinu í leiknum í gær.

Landsliðsframherjinn Sveindís Jane Jónsdóttir mætti á völlinn til að styðja við bakið á sinni konu. Hún þekkir það sjálf að missa mikið úr vegna meiðsla.

Sveindís sendi Cecilíu Rán líka kveðju á samfélagsmiðlum eftir leikinn. „Stolt af þér gullið mitt,“ skrifaði Sveindís Jane og deildi mynd af þeim saman sem var tekin eftir leik.

Cecilía Rán var valinn aftur í íslenska landsliðið á dögunum og verður í hópnum í tveimur mikilvægum leikjum við Austurríki í undankeppni EM 2025.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×