Atalanta getur enn endað í þriðja sæti og Empoli hélt sér uppi á hádramatískan hátt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2024 20:50 Ademola Lookman skoraði að sjálfsögðu í dag. EPA-EFE/MICHELE MARAVIGLIA Atalanta vann Torino 3-0 í Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í fótbolta, í dag og á enn möguleika á að enda í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið á enn einn leik eftir á meðan nær öll önnur lið hafa nú lokið leik á tímabilinu 2023-24. Þá hélt Empoli sér í deild þeirra bestu þökk sé sigurmarki í uppbótartíma. Atalanta varð Evrópudeildarmeistari á dögunum þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 3-0 í úrslitum keppninnar. Reyndist það eina tap Leverkusen á leiktíðinni. Vegna álags í Evrópu hefur Atalanta fengið að fresta leikjum og lýkur tímabili þeirra því ekki fyrr það mætir Fiorentina þann 2. júní á meðan 18 af liðum deildarinnar hafa nú lokið leik. Atalanta virðist ekki hafa fagnað um og of eftir sigurinn á Leverkusen en liðið pakkaði Torino saman í dag. Gianluca Scamacca kom Atalanta yfir með góðu skoti og Evrópuhetjan Ademola Lookman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Mario Pašalić gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Empoli tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í deildinni þökk sé 2-1 sigri á Roma. Matteo Cancellieri kom Empoli yfir á 13. mínútu en Houssem Aouar jafnaði fyrir R'omverja undir lok fyrri hálfleiks. Það var komið vel yfir venjulegan leiktíma þegar M'Baye Niang skoraði eftir sendingu Cancellieri og tryggði Empoli 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að liðið heldur sér í Serie A með 36 stig á meðan Frosinone fellur með 35 stig þar sem liðið tapaði 1-0 fyrir Udinese í kvöld. SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ— Empoli Football Club Official (@EmpoliFC) May 26, 2024 Þá gerðu meistarar Inter 2-2 jafntefli við Verona á útivelli. Marko Arnautović kom Inter yfir en Tijjani Noslin og Tomáš Suslov svöruðu fyrir Verona. Noslin skoraði fyrra markið eftir sendingu Suslov sem skoraði síðara markið eftir sendingu Noslin. Arnautović svaraði hins vegar fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexis Sanchéz hélt svo að hann hefði tryggt Inter sigurinn undir lok leiks en mark hans dæmt af og lokatölur 2-2. Önnur úrslit Napoli 0-0 Lecce Lazio 1-1 Sassuolo Stöðuna í deildinni má sjá hér. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Atalanta varð Evrópudeildarmeistari á dögunum þegar liðið lagði Bayer Leverkusen 3-0 í úrslitum keppninnar. Reyndist það eina tap Leverkusen á leiktíðinni. Vegna álags í Evrópu hefur Atalanta fengið að fresta leikjum og lýkur tímabili þeirra því ekki fyrr það mætir Fiorentina þann 2. júní á meðan 18 af liðum deildarinnar hafa nú lokið leik. Atalanta virðist ekki hafa fagnað um og of eftir sigurinn á Leverkusen en liðið pakkaði Torino saman í dag. Gianluca Scamacca kom Atalanta yfir með góðu skoti og Evrópuhetjan Ademola Lookman tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. Mario Pašalić gulltryggði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Empoli tókst á einhvern ótrúlegan hátt að bjarga sæti sínu í deildinni þökk sé 2-1 sigri á Roma. Matteo Cancellieri kom Empoli yfir á 13. mínútu en Houssem Aouar jafnaði fyrir R'omverja undir lok fyrri hálfleiks. Það var komið vel yfir venjulegan leiktíma þegar M'Baye Niang skoraði eftir sendingu Cancellieri og tryggði Empoli 2-1 sigur. Sigurinn þýðir að liðið heldur sér í Serie A með 36 stig á meðan Frosinone fellur með 35 stig þar sem liðið tapaði 1-0 fyrir Udinese í kvöld. SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ SÌ RAGAZZI SÌ— Empoli Football Club Official (@EmpoliFC) May 26, 2024 Þá gerðu meistarar Inter 2-2 jafntefli við Verona á útivelli. Marko Arnautović kom Inter yfir en Tijjani Noslin og Tomáš Suslov svöruðu fyrir Verona. Noslin skoraði fyrra markið eftir sendingu Suslov sem skoraði síðara markið eftir sendingu Noslin. Arnautović svaraði hins vegar fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 2-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Alexis Sanchéz hélt svo að hann hefði tryggt Inter sigurinn undir lok leiks en mark hans dæmt af og lokatölur 2-2. Önnur úrslit Napoli 0-0 Lecce Lazio 1-1 Sassuolo Stöðuna í deildinni má sjá hér.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira