Fótbolti

Slógust og kveiktu í rútu fjörtíu kíló­metra frá leik­vanginum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ultras stuðningsmannahópar þykja þeir allra hörðustu og róttækustu.
Ultras stuðningsmannahópar þykja þeir allra hörðustu og róttækustu. Aurelien Meunier - PSG/PSG via Getty Images

Það kastaðist heldur hressilega til milli öfgastuðningsmanna PSG og Lyon fyrir úrslitaleik franska bikarsins í gær.

Það er langt því frá sjaldgæft að fótboltabullur berjist sín á milli fyrir utan eða jafnvel inni á leikvöngum en slagsmálin í gær áttu sér stað 40 kílómetra frá leikvanginum.

Leikurinn fór fram á Pierre-Mauroy, heimavelli Lille, og stuðningsmenn beggja liða þurftu því að ferðast töluverða leið til að koma sér á staðinn.

Svo vildi til að rúturnar sem ferjuðu Ultras stuðningsmannahópa liðanna mættust í tollhliði á leið á völlinn.

Mynd af vettvandi. Rútan brann til kaldra kola. 

Stuðningsmenn stukku út úr rútum og réðust hvor á annan. Samkvæmt lögregluskýrslu voru um 100 manns sem slógust, kveikt var í einni rútu og fjórar aðrar rútur stórskemmdust. 20 slösuðust, þar af 8 lögreglumenn.

Svo fór að PSG bar sigur úr býtum, 2-1, og hampaði franska bikarnum í fimmtánda sinn. 


Tengdar fréttir

PSG tvöfaldur meistari

París Saint-Germain lagði Lyon 2-1 í úrslitum frönsku bikarkeppni karla í knattspyrnu. Var leikur kvöldsins að öllum líkindum síðasti leikur Kylian Mbappé fyrir félagið. Hann var ekki á skotskónum að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×