Fótbolti

Diljá skoraði í sjö marka sigri í lokaumferðinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Diljá Ýr Zomers og stöllur í OH Leuven áttu enga von um belgíska meistaratitilinn í lokaumferðinni.
Diljá Ýr Zomers og stöllur í OH Leuven áttu enga von um belgíska meistaratitilinn í lokaumferðinni. @ohlwomen

Diljá Ýr Zomers endaði tímabilið í belgísku úrvalsdeildinni með því að skora eitt af sjö mörkum OH Leuven í 7-0 sigri gegn KAA Gent. 

Leuven átti ekki möguleika á titlinum fyrir lokaumferðina og endaði í 3. sæti deildarinnar, 4 stigum frá 2. sætinu og 6 stigum frá meisturunum Anderlecht. 

Anderlecht tryggði sér titilinn með 4-2 sigri gegn Genk. Standard Liege hafnaði í 2. sæti, þær unnu sinn leik sömuleiðis stórt, 5-1 gegn Club Brugge, en þurftu að treysta á tap hjá Anderlecht til að enda í efsta sæti.

Alls voru því 19 mörk skoruð í þessum þremur lokaleikjum sem verður að teljast býsna mikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×