Innlent

Rúta brann til kaldra kola við Sól­tún

Kjartan Kjartansson skrifar
Logandi rútan við VDO Borgardekk í Sóltúni.
Logandi rútan við VDO Borgardekk í Sóltúni. Vísir/Ríkharður

Mannlaus rúta brann til kaldra kola á bílastæði í Sóltúni í Reykjavík skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Enginn annar skaði varð af völdum eldsins. Slökkvilið telur að rútan hafi verið númerslaus.

Tilkynnt var um eldsvoðann skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Tveir dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á staðinn og gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins, að sögn varðstjóra þess.

Á myndum sem fréttastofa fékk sendar af vettvangi sést rútan standa í ljósum logum fyrir utan hús sem er merkt VDO Borgardekkjum í Sóltúni. Það félag virðist hafa verið úrskurðað gjaldþrota og afskráð árið 1997. Húsið stendur við hlið stærri byggingar sem virðist standa autt og hýsti áður ferðaþjónustu- og rútufyrirtækið Guðmund Jónasson ehf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×