Fótbolti

Xavi hætti við að hætta en hefur nú verið rekinn frá Barcelona

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Samband Xavi og Barcelona hefur verið furðulegt undanfarna mánuði.
Samband Xavi og Barcelona hefur verið furðulegt undanfarna mánuði. Pedro Salado/Getty Images

Barcelona hefur ákveðið að reka Xavi Hernández, þjálfara liðsins og goðsögn félagsins. 

Aðdragandi málsins hefur verið hinn furðulegasti, Xavi óskaði sjálfur eftir því í janúar að láta af störfum að tímabilinu loknu. Xavi hefur lýst gríðarmiklu álagi og pressu sem fylgi starfinu og ætlaði sér heilsu sinnar vegna að stíga frá borði.

Barcelona bað hann, ítrekað, um að vera lengur og fyrir um mánuði síðan var greint frá því að samkomulag hafi náðst um áframhaldandi störf hjá félaginu. 

Nú hefur katalónska félagið hins vegar tekið aðra U-beygju og ákveðið að reka Xavi, eftir því sem kemur fram í yfirlýsingu félagsins

Hansi Flick, fyrrum þjálfari Bayern Munchen, er talinn lang líklegastur til að taka við störfum. Hann hefur einmitt verið að æfa sig í spænsku undanfarna mánuði til að ganga í augun á yfirmönnum Barcelona. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×