Enginn málefnalegur ágreiningur skýri brotthvarf bæjarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 08:00 Bragi Bjarnason tekur við sem bæjarstjóri Árborgar eins og til stóð 1. júní. Það verður hins vegar sem oddviti tveggja flokka meirihluta í stað eins áður. Vísir/Egill Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og verðandi bæjarstjóri segir engan málefnalegan ágreining hafa verið innan flokksins í bæjarstjórn sem skýri brotthvarf Fjólu Kristinsdóttur úr meirihlutanum. Fjóla vill ekki tjá sig um ákvörðun sína. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins varð Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrri tvö árin. Bragi Bjarnason, oddviti flokksins, átti að taka við sem bæjarstjóri 1. júní. Tilkynnt var að Fjóla hefði ákveðið að falla frá samkomulaginu og að hún myndi yfirgefa meirihlutann í yfirlýsingu frá Braga og Álfheiði Eymarsdóttur, oddvita Áfram Árborgar, í gær. Samtímis var greint frá því að Áfram Árborg kæmi inn í meirihlutann. Fjóla vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt þegar eftir því var leitað í gær en boðaði að hún gæfi út yfirlýsingu síðar. Ákvörðunin kom á óvart Bragi, verðandi bæjarstjóri og núverandi formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vísi að ákvörðun Fjólu hafi komið á óvart. Hann geti ekki geta svarað fyrir hönd hennar um ástæður brotthvarfs hennar. „Það er bara ömurlegt og leiðinlegt að missa góðan félaga. Þetta er búið að ganga vel og sést á árangrinum í starfi sveitarfélagsins,“ segir hann. Þá segist hann ekki geta sagt til um hvort að Fjóla sitji áfram í bæjarstjórn, hvort sem er fyrir hönd annars flokks eða sem óháður bæjarfulltrúi. „Nei, alls ekki. Það er enginn málefnalegur ágreiningur. Allir eru að stefna í sömu átt,“ segir Bragi spurður að því hvort að samstarfserfiðleikar hafi komið upp. Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Gerðist allt í vikunni Bæjarstjórnarfundur verður næst haldinn á mánudag en Bragi tekur við embætti bæjarstjóra eins og áformað var 1. júní. Hann segir mikilvægt að náðst hafi strax að mynda starfhæfan meirihluta. Spurður að því hvenær var byrjað að ræða meirihlutasamstarf við Áfram Árborg segir Bragi að það hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta gerist allt í þessari viku,“ segir hann. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu en Bragi segir að samstarf í bæjarstjórn hafi verið gott á þessum erfiðu tímum í endurskipulagningu sveitarfélagsins. Sérstaklega hafi samstarfið við Áfram Árborg verið gott. „Þegar þessi staða kemur upp lá bara beinast við að eiga samtal við þau. Við erum með mikinn samhljóm í þessu verkefni. Það er engin meginstefna sem breytist. Við erum áfram í þessu stóra verkefni. Það eru náttúrulega hagsmunir íbúar og sveitarfélagsins sem eru efst á baugi. Það er verkefni sem við ætlum að halda áfram,“ segir Bragi. Árborg Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins varð Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrri tvö árin. Bragi Bjarnason, oddviti flokksins, átti að taka við sem bæjarstjóri 1. júní. Tilkynnt var að Fjóla hefði ákveðið að falla frá samkomulaginu og að hún myndi yfirgefa meirihlutann í yfirlýsingu frá Braga og Álfheiði Eymarsdóttur, oddvita Áfram Árborgar, í gær. Samtímis var greint frá því að Áfram Árborg kæmi inn í meirihlutann. Fjóla vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt þegar eftir því var leitað í gær en boðaði að hún gæfi út yfirlýsingu síðar. Ákvörðunin kom á óvart Bragi, verðandi bæjarstjóri og núverandi formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vísi að ákvörðun Fjólu hafi komið á óvart. Hann geti ekki geta svarað fyrir hönd hennar um ástæður brotthvarfs hennar. „Það er bara ömurlegt og leiðinlegt að missa góðan félaga. Þetta er búið að ganga vel og sést á árangrinum í starfi sveitarfélagsins,“ segir hann. Þá segist hann ekki geta sagt til um hvort að Fjóla sitji áfram í bæjarstjórn, hvort sem er fyrir hönd annars flokks eða sem óháður bæjarfulltrúi. „Nei, alls ekki. Það er enginn málefnalegur ágreiningur. Allir eru að stefna í sömu átt,“ segir Bragi spurður að því hvort að samstarfserfiðleikar hafi komið upp. Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Gerðist allt í vikunni Bæjarstjórnarfundur verður næst haldinn á mánudag en Bragi tekur við embætti bæjarstjóra eins og áformað var 1. júní. Hann segir mikilvægt að náðst hafi strax að mynda starfhæfan meirihluta. Spurður að því hvenær var byrjað að ræða meirihlutasamstarf við Áfram Árborg segir Bragi að það hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta gerist allt í þessari viku,“ segir hann. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu en Bragi segir að samstarf í bæjarstjórn hafi verið gott á þessum erfiðu tímum í endurskipulagningu sveitarfélagsins. Sérstaklega hafi samstarfið við Áfram Árborg verið gott. „Þegar þessi staða kemur upp lá bara beinast við að eiga samtal við þau. Við erum með mikinn samhljóm í þessu verkefni. Það er engin meginstefna sem breytist. Við erum áfram í þessu stóra verkefni. Það eru náttúrulega hagsmunir íbúar og sveitarfélagsins sem eru efst á baugi. Það er verkefni sem við ætlum að halda áfram,“ segir Bragi.
Árborg Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30