Enginn málefnalegur ágreiningur skýri brotthvarf bæjarstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 24. maí 2024 08:00 Bragi Bjarnason tekur við sem bæjarstjóri Árborgar eins og til stóð 1. júní. Það verður hins vegar sem oddviti tveggja flokka meirihluta í stað eins áður. Vísir/Egill Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og verðandi bæjarstjóri segir engan málefnalegan ágreining hafa verið innan flokksins í bæjarstjórn sem skýri brotthvarf Fjólu Kristinsdóttur úr meirihlutanum. Fjóla vill ekki tjá sig um ákvörðun sína. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins varð Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrri tvö árin. Bragi Bjarnason, oddviti flokksins, átti að taka við sem bæjarstjóri 1. júní. Tilkynnt var að Fjóla hefði ákveðið að falla frá samkomulaginu og að hún myndi yfirgefa meirihlutann í yfirlýsingu frá Braga og Álfheiði Eymarsdóttur, oddvita Áfram Árborgar, í gær. Samtímis var greint frá því að Áfram Árborg kæmi inn í meirihlutann. Fjóla vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt þegar eftir því var leitað í gær en boðaði að hún gæfi út yfirlýsingu síðar. Ákvörðunin kom á óvart Bragi, verðandi bæjarstjóri og núverandi formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vísi að ákvörðun Fjólu hafi komið á óvart. Hann geti ekki geta svarað fyrir hönd hennar um ástæður brotthvarfs hennar. „Það er bara ömurlegt og leiðinlegt að missa góðan félaga. Þetta er búið að ganga vel og sést á árangrinum í starfi sveitarfélagsins,“ segir hann. Þá segist hann ekki geta sagt til um hvort að Fjóla sitji áfram í bæjarstjórn, hvort sem er fyrir hönd annars flokks eða sem óháður bæjarfulltrúi. „Nei, alls ekki. Það er enginn málefnalegur ágreiningur. Allir eru að stefna í sömu átt,“ segir Bragi spurður að því hvort að samstarfserfiðleikar hafi komið upp. Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Gerðist allt í vikunni Bæjarstjórnarfundur verður næst haldinn á mánudag en Bragi tekur við embætti bæjarstjóra eins og áformað var 1. júní. Hann segir mikilvægt að náðst hafi strax að mynda starfhæfan meirihluta. Spurður að því hvenær var byrjað að ræða meirihlutasamstarf við Áfram Árborg segir Bragi að það hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta gerist allt í þessari viku,“ segir hann. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu en Bragi segir að samstarf í bæjarstjórn hafi verið gott á þessum erfiðu tímum í endurskipulagningu sveitarfélagsins. Sérstaklega hafi samstarfið við Áfram Árborg verið gott. „Þegar þessi staða kemur upp lá bara beinast við að eiga samtal við þau. Við erum með mikinn samhljóm í þessu verkefni. Það er engin meginstefna sem breytist. Við erum áfram í þessu stóra verkefni. Það eru náttúrulega hagsmunir íbúar og sveitarfélagsins sem eru efst á baugi. Það er verkefni sem við ætlum að halda áfram,“ segir Bragi. Árborg Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt samkomulagi sem var gert við upphaf kjörtímabilsins varð Fjóla, sem var önnur á lista flokksins, bæjarstjóri fyrri tvö árin. Bragi Bjarnason, oddviti flokksins, átti að taka við sem bæjarstjóri 1. júní. Tilkynnt var að Fjóla hefði ákveðið að falla frá samkomulaginu og að hún myndi yfirgefa meirihlutann í yfirlýsingu frá Braga og Álfheiði Eymarsdóttur, oddvita Áfram Árborgar, í gær. Samtímis var greint frá því að Áfram Árborg kæmi inn í meirihlutann. Fjóla vildi ekki tjá sig um brotthvarf sitt þegar eftir því var leitað í gær en boðaði að hún gæfi út yfirlýsingu síðar. Ákvörðunin kom á óvart Bragi, verðandi bæjarstjóri og núverandi formaður bæjarráðs, segir í samtali við Vísi að ákvörðun Fjólu hafi komið á óvart. Hann geti ekki geta svarað fyrir hönd hennar um ástæður brotthvarfs hennar. „Það er bara ömurlegt og leiðinlegt að missa góðan félaga. Þetta er búið að ganga vel og sést á árangrinum í starfi sveitarfélagsins,“ segir hann. Þá segist hann ekki geta sagt til um hvort að Fjóla sitji áfram í bæjarstjórn, hvort sem er fyrir hönd annars flokks eða sem óháður bæjarfulltrúi. „Nei, alls ekki. Það er enginn málefnalegur ágreiningur. Allir eru að stefna í sömu átt,“ segir Bragi spurður að því hvort að samstarfserfiðleikar hafi komið upp. Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri sveitarfélagsins Árborgar.Vísir/Magnús Hlynur Gerðist allt í vikunni Bæjarstjórnarfundur verður næst haldinn á mánudag en Bragi tekur við embætti bæjarstjóra eins og áformað var 1. júní. Hann segir mikilvægt að náðst hafi strax að mynda starfhæfan meirihluta. Spurður að því hvenær var byrjað að ræða meirihlutasamstarf við Áfram Árborg segir Bragi að það hafi allt gerst mjög hratt. „Þetta gerist allt í þessari viku,“ segir hann. Árborg hefur glímt við þunga fjárhagsstöðu en Bragi segir að samstarf í bæjarstjórn hafi verið gott á þessum erfiðu tímum í endurskipulagningu sveitarfélagsins. Sérstaklega hafi samstarfið við Áfram Árborg verið gott. „Þegar þessi staða kemur upp lá bara beinast við að eiga samtal við þau. Við erum með mikinn samhljóm í þessu verkefni. Það er engin meginstefna sem breytist. Við erum áfram í þessu stóra verkefni. Það eru náttúrulega hagsmunir íbúar og sveitarfélagsins sem eru efst á baugi. Það er verkefni sem við ætlum að halda áfram,“ segir Bragi.
Árborg Sveitarstjórnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Dagdvöl á Selfossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum. 26. janúar 2024 20:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum