Innlent

Sagður hafa slegið eigin­konu sína í­trekað með steikar­pönnu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. Getty

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tvær líkamsárásir gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni, en meint brot áttu sér stað á heimili þeirra í Kópavogi árið 2022, þegar þau voru enn gift.

Annars vegar er manninum gefið að sök að slá konuna ítrekað með steikarpönnu, meðal annars í höfuð, öxl og olnboga í byrjun janúar umrætt ár. Fram kemur að umrædd panna hafi vegið rétt rúmt kíló.

Vegna árásarinnar hlaut konan ýmsa áverka víðs vegar um líkamann, meðal annars fimm sentímetra langar og þriggja til fjögurra millimetra djúpan skurð á hvirfli höfuðkúpunnar.

Hins vegar er manninum gefið að sök að slá konuna tvisvar sinnum með flötum lófa í háls og eyra á aðfangadag 2022.

Þess er krafist að maðurinn greiði konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur.

Það er embætti héraðssaksóknara sem höfðar málið og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjvíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×