Fótbolti

Þrennan sem eyði­lagði full­komið tíma­bil Leverkusen

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tvö markanna voru einkar glæsileg, annað með hægri og hitt með vinstri.
Tvö markanna voru einkar glæsileg, annað með hægri og hitt með vinstri. EPA-EFE/DAMIEN EAGERS

Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 

Ademola Olajade Alade Aylola Lookman er oftast nær eingöngu kallaður sínu fyrsta og síðasta nafni. Þegar leikur Atalanta og Leverkusen hófst í gærkvöld bjóst hann eflaust ekki sjálfur við því að standa uppi sem maðurinn sem endaði ótrúlega sigurgöngu Xabi Alonso og lærisveina hans.

Það var hins vegar raunin og Lookman stal fyrirsögnunum þökk sé þessari ótrúlegu þrennu. Mörkin má sjá hér að neðan. 

Klippa: Ótrúleg þrenna Lookman

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×