De Bruyne orðaður við nýtt félag í MLS Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. maí 2024 11:01 De Bruyne hefur sýnt og sannað að hann er einn af bestu leikmönnum heims undanfarinn áratug eða svo. Mike Hewitt/Getty Images Belgíski landsliðsmaðurinn og leikmaður Englandsmeistara Manchester City, Kevin De Bruyne, er orðaður við lið San Diego FC sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann ku vera áhugasamur að færa sig um set en það er þó ekkert fast í hendi að svo stöddu. The Athletic greinir frá því að teymi De Bruyne hafi þegar rætt við San Diego en um er að ræða nýtt lið í MLS-deildinni. Ekki er talið að hann sé að stökkva frá Man City nú í sumar en leikmaðurinn virðist þó hafa alvöru áhuga á að spila í MLS-deildinni þegar fram líða stundir. Samningur De Bruyne í Manchester rennur út sumarið 2025 og myndi marka áratugs afmæli De Bruyne hjá félaginu. Sam Lee, sérstakur Man City blaðamaður The Athletic, skrifaði fyrr á árinu að Belginn íhugaði að skrifa undir nýjan samning og leggja svo skóna á hilluna þegar hann væri 35 ára gamall. Nú virðist De Bruyne á öðru máli en vitað er að Sádi-Arabía hefur áhuga á honum og þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að færa sig til New York Football Club ef hann vill spila í MLS-deildinni þar sem NYFC er undir sama eignarhaldi og Man City. De Bruyne verður 33 ára gamall í sumar og er enn með betri miðjumönnum Englands sem og Evrópu. Hann glímdi talsvert við meiðsli í vetur en tókst þó að skora sex mörk og gefa átján stoðsendingar Hann getur enn bætt við þann fjölda þar sem Man City mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
The Athletic greinir frá því að teymi De Bruyne hafi þegar rætt við San Diego en um er að ræða nýtt lið í MLS-deildinni. Ekki er talið að hann sé að stökkva frá Man City nú í sumar en leikmaðurinn virðist þó hafa alvöru áhuga á að spila í MLS-deildinni þegar fram líða stundir. Samningur De Bruyne í Manchester rennur út sumarið 2025 og myndi marka áratugs afmæli De Bruyne hjá félaginu. Sam Lee, sérstakur Man City blaðamaður The Athletic, skrifaði fyrr á árinu að Belginn íhugaði að skrifa undir nýjan samning og leggja svo skóna á hilluna þegar hann væri 35 ára gamall. Nú virðist De Bruyne á öðru máli en vitað er að Sádi-Arabía hefur áhuga á honum og þá ætti að vera auðvelt fyrir hann að færa sig til New York Football Club ef hann vill spila í MLS-deildinni þar sem NYFC er undir sama eignarhaldi og Man City. De Bruyne verður 33 ára gamall í sumar og er enn með betri miðjumönnum Englands sem og Evrópu. Hann glímdi talsvert við meiðsli í vetur en tókst þó að skora sex mörk og gefa átján stoðsendingar Hann getur enn bætt við þann fjölda þar sem Man City mætir Man United í úrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira