Kona sem sendi nektarmyndir í bræði fær grænt ljós Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2024 12:20 Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni konu um að taka mál hennar fyrir, en það varðar sendingar hennar af nektarmyndum sem sýndu eiginmann hennar og aðra konu. Hún hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Landsrétti í mars síðastliðnum, en hafði áður verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness. Málið hefur að miklu leyti varðað það hvort háttsemi konunnar teljist sem „lostugt athæfi“. Konan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og sagði Landsrétt ranglega skýrt hugtakið „lostugt athæfi“. Þar að auki hafði dómurinn brotið í bága við stjórnarskránna að mati konunnar. Hæstiréttur mun taka málið fyrir þar sem að dómstóllinn getur ekki slegið því föstu að niðurstaðan verði sú sama og í Landsrétti. „Þú ert viðbjóður“ Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi þáverandi eiginmanns síns og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [önnur þeirra sem barst tölvupóstinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma,“ sagði í póstinum. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og blöskraði þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi prentað um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og síðan sent umræddan póst sem innihélt níu skjáskot af samskiptum þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Reiði eini aflvakinn Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær. Málsvörn hennar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vill meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Þá segir í dómnum að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Hún hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Landsrétti í mars síðastliðnum, en hafði áður verið sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness. Málið hefur að miklu leyti varðað það hvort háttsemi konunnar teljist sem „lostugt athæfi“. Konan óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og sagði Landsrétt ranglega skýrt hugtakið „lostugt athæfi“. Þar að auki hafði dómurinn brotið í bága við stjórnarskránna að mati konunnar. Hæstiréttur mun taka málið fyrir þar sem að dómstóllinn getur ekki slegið því föstu að niðurstaðan verði sú sama og í Landsrétti. „Þú ert viðbjóður“ Málið varðar tölvupóst sem var sendur í ágústmánuði 2020 og bar yfirskriftina „Þú ert viðbjóður“. Konan sendi hann á þáverandi eiginmann sinn og tvær konur, en ekki liggur fyrir hvernig þær tvær tengjast málinu. Í póstinum deildi hún nektarmyndum. Annars vegar mynd af getnaðarlimi þáverandi eiginmanns síns og hins vegar tveimur myndum sem sýndu brjóst annarrar konu. „Vona að þín hægri hönd og helsti ráðgjafi D [önnur þeirra sem barst tölvupóstinn] geti hjálpað þér. Þú ert djöfull í mannsmynd og berð hvorki virðingu fyrir mér né strákunum þínum. Að fá þetta í hendurnar er hryllingur og það er meira til sem kemur út á næstunni og fólk fær að sjá hvaða mann þú hefur að geyma,“ sagði í póstinum. Konan komst yfir myndirnar með því að fara í tölvu sem maðurinn hafði umráð yfir á sameiginlegum vinnustað þeirra. Hún fór yfir einkasamskipti mannsins og annarrar konu á Messenger, og blöskraði þegar hún sá að þar ræddu þau um syni þeirra hjóna. Í dómi héraðsdóms kemur fram að konan hafi prentað um hundrað blaðsíður af samskiptum mannsins og hinnar konunnar. Og síðan sent umræddan póst sem innihélt níu skjáskot af samskiptum þeirra, en þar á meðal voru áðurnefndar nektarmyndir. Reiði eini aflvakinn Konan játaði að hafa aflað sér myndanna og sent þær. Málsvörn hennar gekk út á það að verknaður hennar hafi ekki verið af kynferðislegum toga, heldur hafi reiði hennar verið eini aflvakinn. Landsréttur var á öðru á máli og vill meina að háttsemi hennar hafi verið lostug. Þá segir í dómnum að hvaða hvatir liggja að baki háttseminni, líkt og mikil reiði, breyti ekki eðli eða saknæmi verknaðarins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Stafrænt ofbeldi Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira