Albert ekki í landsliðshópnum Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2024 10:51 Age Hareide valdi hóp fyrir leikina við Holland og England í dag. (AP Photo/Darko Vojinovic) Åge Hareide kynnti í dag landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki karlalandsliðs Íslands í fótbolta við England og Holland. Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Ef til vill vekur mesta athygli að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Haugesund eru í hópnum. Þá er einnig athyglisvert að Arnór Sigurðsson sé í landsliðshópnum en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Íslands og Ísrael í mars. Arnór hefur ekki leikið fyrir félag sitt Blackburn Rovers síðan. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram utan hópsins en Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson skipa markvarðarsætin. Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní er liðin undirbúa sig fyrir EM í Þýskalandi. Leikirnir verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport. Hópurinn Markmenn: Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikirElías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikirPatrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir Varnarmenn: Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikirGuðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikirSverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörkDaníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikirHlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikurBrynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörkAlfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur Miðjumenn: Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikirÍsak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörkStefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 markHákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörkJóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörkArnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörkKristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikurArnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörkMikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 markMikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörkJón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörkWillum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörkAndri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira
Albert má ekki vera í hópi Íslands þar sem ekki hefur enn verið unnið úr kæru á niðurfellingu á meintu kynferðisbrotamáli. Alberti var heimilt að leika í síðasta landsliðsglugga í mars vegna undanþágu. Albert var þá valinn í hópinn eftir niðurfellingu málsins en sú niðurfelling var kærð eftir að hópurinn hafði verið valinn og verkefnið hafið. Stjórn KSÍ hafði þá samþykkt að leikmaður mætti klára verkefni sem stæði yfir þrátt fyrir að mál yrði kært. Nú er hins vegar nýtt verkefni, málið enn á borði ákæruvalds og Albert því ekki gjaldgengur. Ef til vill vekur mesta athygli að Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, og Hlynur Freyr Karlsson, leikmaður Haugesund eru í hópnum. Þá er einnig athyglisvert að Arnór Sigurðsson sé í landsliðshópnum en hann hefur verið frá vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Íslands og Ísrael í mars. Arnór hefur ekki leikið fyrir félag sitt Blackburn Rovers síðan. Rúnar Alex Rúnarsson er áfram utan hópsins en Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson skipa markvarðarsætin. Ísland mætir Englandi á Wembley 7. júní og Hollandi á De Kuip í Rotterdam 10. júní er liðin undirbúa sig fyrir EM í Þýskalandi. Leikirnir verða báðir sýndir á Stöð 2 Sport. Hópurinn Markmenn: Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford FC - 9 leikirElías Rafn Ólafsson - C. D. Mafra - 6 leikirPatrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 4 leikir Varnarmenn: Kolbeinn Birgir Finnsson - Lyngby Boldklub - 10 leikirGuðmundur Þórarinsson - OFI Crete F.C. - 15 leikirSverrir Ingi Ingason - FC Midtjylland - 49 leikir, 3 mörkDaníel Leó Grétarsson - Sonderjyske Fodbold - 17 leikirHlynur Freyr Karlsson - FK Haugesund - 1 leikurBrynjar Ingi Bjarnason - HamKam - 16 leikir, 2 mörkAlfons Sampsted - FC Twente - 21 leikur Miðjumenn: Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 2 leikirÍsak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 25 leikir, 3 mörkStefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 19 leikir, 1 markHákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 17 leikir, 3 mörkJóhann Berg Guðmundsson - Burnley F.C. - 91 leikur, 8 mörkArnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 56 leikir, 6 mörkKristian Nökkvi Hlynsson - AFC Ajax - 1 leikurArnór Sigurðsson - Blackburn Rovers F.C. - 31 leikur, 2 mörkMikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 15 leikir, 1 markMikael Neville Anderson - AGF - 26 leikir, 2 mörkJón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 35 leikir, 4 mörkWillum Þór Willumsson - Go Ahead Eagles - 9 leikir Sóknarmenn: Orri Steinn Óskarsson - FC Kobenhavn - 8 leikir, 2 mörkAndri Lucas Guðjohnsen - Lyngby Boldklub - 22 leikir, 6 mörk
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira