Ísraelar kalla sendiherrana heim frá Noregi, Írlandi og Spáni Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2024 07:26 Israel Katz er utanríkisráðherra Ísraels. Hann segir Ísraela ekki munu bregðast við tíðindum morgunsins þegjandi og hljóðalaust. EPA Utanríkisráðherra Ísraels hefur ákveðið að kalla ísraelska diplómata í Noregi, Spáni og Írlandi heim til skrafs og ráðagerða eftir að stjórnvöld þar tilkynntu í morgun að þau viðurkenndu sjálfstætt ríki Palestínu. AFP greinir frá þessu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide tilkynntu á fréttamannafundi sínum í morgun að Noregur muni formlega viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki frá 28. maí. Sagði Støre þetta nauðsynlegt skref til að hægt sé að skapa frið í heimshlutanum og að svokölluð tveggja ríkja lausn væri besta leiðin til að ná fram friði. Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, greindu sömuleiðis frá því í morgun að Írlandi og Spánn muni bæði viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu frá 28. maí. Friður, réttlæti og stöðugleiki Sanchez tilkynnti um ákvörðunina í ræðu á spænska þinginu í morgun. Hann sagði ýmsar ástæður liggja að baki henni en að hægt væri að taka hana saman í þremur orðum - friður, réttlæti og stöðugleiki. „Við verðum að tryggja að tveggja ríkja lausn sé virt og það verða að koma til gagnkvæm öryggisábyrgð. Það er nauðsynlegt að aðilarnir tveir ræði saman um frið og af þeirri ástæðu viðurkennum við Palestínu,“ sagði Sanchez. Hann segir ákvörðunina ekki vera til stuðnings Hamas, heldur í friði og friðsamlegri sambúð. Harris sagðist í ræðu sinni sannfærður um að fleiri ríki komi til með að fylgja Írum, Norðmönnum og Spánverjum að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði ennfrefur að íbúar á Gasa þurfi nú að þola miklar þjáningar, harðræði og hungur. Skilaboð um að hryðjuverk borgi sig Eftir að tíðindin bárust í morgun sagðist Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, senda Írum og Norðmönnum skýr skilaboð. „Ísrael mun ekki bregðast við þessu þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú beðið ísraelsku sendiherrana í Noregi og Írlandi um að að koma heim til skrafs og ráðagerða,“ segir Katz. I have instructed the immediate recall of Israel’s ambassadors to Ireland and Norway for consultations in light of these countries' decisions to recognize a Palestinian state.I’m sending a clear and unequivocal message to Ireland and Norway: Israel will not remain silent in the…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 22, 2024 Þá segir hann ákvörðunina um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu senda Palestínumönnum skýr skilaboð um að hryðjuverk borgi sig. Í heildina hafa nú um 145 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ísland viðurkenndi sjálfstætt ríki Palestínu árið 2011 þar sem Palestína er viðurkennt sem fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Noregur Írland Spánn Tengdar fréttir Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
AFP greinir frá þessu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide tilkynntu á fréttamannafundi sínum í morgun að Noregur muni formlega viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki frá 28. maí. Sagði Støre þetta nauðsynlegt skref til að hægt sé að skapa frið í heimshlutanum og að svokölluð tveggja ríkja lausn væri besta leiðin til að ná fram friði. Simon Harris, forsætisráðherra Írlands, og Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, greindu sömuleiðis frá því í morgun að Írlandi og Spánn muni bæði viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu frá 28. maí. Friður, réttlæti og stöðugleiki Sanchez tilkynnti um ákvörðunina í ræðu á spænska þinginu í morgun. Hann sagði ýmsar ástæður liggja að baki henni en að hægt væri að taka hana saman í þremur orðum - friður, réttlæti og stöðugleiki. „Við verðum að tryggja að tveggja ríkja lausn sé virt og það verða að koma til gagnkvæm öryggisábyrgð. Það er nauðsynlegt að aðilarnir tveir ræði saman um frið og af þeirri ástæðu viðurkennum við Palestínu,“ sagði Sanchez. Hann segir ákvörðunina ekki vera til stuðnings Hamas, heldur í friði og friðsamlegri sambúð. Harris sagðist í ræðu sinni sannfærður um að fleiri ríki komi til með að fylgja Írum, Norðmönnum og Spánverjum að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu. Hann sagði ennfrefur að íbúar á Gasa þurfi nú að þola miklar þjáningar, harðræði og hungur. Skilaboð um að hryðjuverk borgi sig Eftir að tíðindin bárust í morgun sagðist Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, senda Írum og Norðmönnum skýr skilaboð. „Ísrael mun ekki bregðast við þessu þegjandi og hljóðalaust. Ég hef nú beðið ísraelsku sendiherrana í Noregi og Írlandi um að að koma heim til skrafs og ráðagerða,“ segir Katz. I have instructed the immediate recall of Israel’s ambassadors to Ireland and Norway for consultations in light of these countries' decisions to recognize a Palestinian state.I’m sending a clear and unequivocal message to Ireland and Norway: Israel will not remain silent in the…— ישראל כ”ץ Israel Katz (@Israel_katz) May 22, 2024 Þá segir hann ákvörðunina um að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínu senda Palestínumönnum skýr skilaboð um að hryðjuverk borgi sig. Í heildina hafa nú um 145 af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki. Ísland viðurkenndi sjálfstætt ríki Palestínu árið 2011 þar sem Palestína er viðurkennt sem fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Noregur Írland Spánn Tengdar fréttir Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Búist við að Noregur viðurkenni Palestínu sem sjálfstætt ríki Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, og utanríkisráðherrann Espen Barth Eide hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem búist er við að þeir muni tilkynna að Noregur komi til með að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 22. maí 2024 06:13
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent