Gamli Íslandsvinurinn kraftaverkamaður í Mainz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 10:00 Bo Henriksen fagnar eftitr sigur Mainz um helgina en liðið hélt sæti sínu í deildinni þökk sé frábæru gengi eftir að hann tók við. Getty/Selim Sudheimer Það muna eflaust einhverjir eftir Bomber Bo, Dananum Bo Henriksen, sem spilaði með þremur íslenskum félögum á árunum 2005 til 2006. Nú er kappinn að gera góða hluti sem þjálfari og er kallaður kraftaverkamaður í Mainz. Henriksen tók við þýska liðinu Mainz 05 í febrúar síðastliðnum eftir að félagið rak Jan Siewert. Henriksen þjálfaði FC Zürich í Sviss en hætti þar þegar kallið kom úr þýsku Bundesligunni. Staðan var alls ekki góð hjá Mainz þegar Bo mætti á svæðið. Liðið hafði þá aðeins unnið einn sigur í deildinni og hafði spilað ellefu leiki í röð án þess að fagna sigri. Það þurfti hálfgert kraftaverk til að snúa þessu við. 📈 Since Bo Henriksen joined Mainz, only 4️⃣ sides have scored more Bundesliga points 🤯💪#Mainz05 pic.twitter.com/iIEpy9hgRK— Mainz 05 English (@Mainz05en) May 13, 2024 Liðið sat í næst neðsta sæti, með jafnmörg stig og botnliðið, og níu stigum frá öruggu sæti. Allt stefndi því í fall úr deildinni. Henriksen tókst hins vegar að snúa genginu við og ná því að halda liðinu í Bundesligunni. Liðið vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins tveimur leikjum undir hans stjórn. Liðið hefur náð fimmtu flestu stigunum af öllum liðum deildarinnar síðan hann tók við. Mainz endaði í þrettánda sætinu með 35 stig og var tveimur stigum frá fallsætinu. Liðið hélt sér uppi með 3-1 útisigri á VfL Wolfsburg í lokaumferðinni. Henriksen kom fyrst til Íslands sumarið 2005 og byrjaði á því að fara í Val. Hann færði sig svo yfir til Fram á miðju tímabili og skoraði þá fjögur mörk í sjö deildarleikjum. Árið eftir lék hann með ÍBV og skoraði þá 3 mörk í 10 leikjum. Henriksen skoraði alls 7 mörk í 18 leikjum í efstu deild á Íslandi og var með 3 mörk í 5 bikarleikjum. Fram fór alla leið í bikarúrslitaleikinn sumarið 2005 en tapaði þá fyrir Val, liðinu sem Bo hafði byrjað tímabilið með. BO BO BO BO BO💪#Mainz05 pic.twitter.com/xdkehAJCZ1— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) May 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Henriksen tók við þýska liðinu Mainz 05 í febrúar síðastliðnum eftir að félagið rak Jan Siewert. Henriksen þjálfaði FC Zürich í Sviss en hætti þar þegar kallið kom úr þýsku Bundesligunni. Staðan var alls ekki góð hjá Mainz þegar Bo mætti á svæðið. Liðið hafði þá aðeins unnið einn sigur í deildinni og hafði spilað ellefu leiki í röð án þess að fagna sigri. Það þurfti hálfgert kraftaverk til að snúa þessu við. 📈 Since Bo Henriksen joined Mainz, only 4️⃣ sides have scored more Bundesliga points 🤯💪#Mainz05 pic.twitter.com/iIEpy9hgRK— Mainz 05 English (@Mainz05en) May 13, 2024 Liðið sat í næst neðsta sæti, með jafnmörg stig og botnliðið, og níu stigum frá öruggu sæti. Allt stefndi því í fall úr deildinni. Henriksen tókst hins vegar að snúa genginu við og ná því að halda liðinu í Bundesligunni. Liðið vann sex af síðustu þrettán leikjum sínum, gerði fimm jafntefli og tapaði aðeins tveimur leikjum undir hans stjórn. Liðið hefur náð fimmtu flestu stigunum af öllum liðum deildarinnar síðan hann tók við. Mainz endaði í þrettánda sætinu með 35 stig og var tveimur stigum frá fallsætinu. Liðið hélt sér uppi með 3-1 útisigri á VfL Wolfsburg í lokaumferðinni. Henriksen kom fyrst til Íslands sumarið 2005 og byrjaði á því að fara í Val. Hann færði sig svo yfir til Fram á miðju tímabili og skoraði þá fjögur mörk í sjö deildarleikjum. Árið eftir lék hann með ÍBV og skoraði þá 3 mörk í 10 leikjum. Henriksen skoraði alls 7 mörk í 18 leikjum í efstu deild á Íslandi og var með 3 mörk í 5 bikarleikjum. Fram fór alla leið í bikarúrslitaleikinn sumarið 2005 en tapaði þá fyrir Val, liðinu sem Bo hafði byrjað tímabilið með. BO BO BO BO BO💪#Mainz05 pic.twitter.com/xdkehAJCZ1— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) May 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira