Fótbolti

Hákon skoraði en Lille er á leið í umspil

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson misstu af beinu sæti í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Hákon Arnar Haraldsson misstu af beinu sæti í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Vísir/Getty

Hákon Arnar Haraldsson skoraði fyrra mark Lille er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Nice í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Hákon og félagar þurftu í það minnsta að ná jafn góðum úrslitum og Brest í lokaumferðinni til að tryggja sér beint sæti í Meistaradeild Evrópu og sleppa þar með við að þurfa að fara í gegnum umspil.

Brest vann 3-0 útisigur gegn Tolouse í sínum leik og því þurftu Hákon og félagar í það minnsta tveggja marka sigur í sínum leik

Útlitið var þó ekki gott fyrir liðið í hálfleik eftir að Gaetan Laborde hafði komið gestunum yfir snemma leiks. Hákon jafnaði þó metin fyrir Lille á 55. mínútu áður en Benjamin Andre kom liðinu yfir með marki á 74. mínútu.

Gestunum tókst hins vegar að stela stigi með marki í uppbótartíma og niðurstaðan varð 2-2 jafntefli.

Lille þarf því að sætta sig við að missa af þriðja sæti deildarinnar og endar í því fjórða. Lille er á leið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en Brest fær beinan farseðil. Nice endaði hins vegar í fimmta sæti með 55 stig, fjórum stigum minna en Lille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×