Áfall þegar samskipti Katrínar og Kára voru birt Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 19. maí 2024 12:25 „Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum,“ segir Helga um bréf Katrínar til Kára. Vísir Helga Þórisdóttir segist muna mjög vel eftir föstudeginum fjórtánda janúar 2022, eins og það hafi gerst í gær, þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskar erfðagreiningar, birti samskipti hans við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra. „Ég hef notað orðið áfall, og það er eiginlega bara nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ segir Helga. Sjá einnig: Segir Helgu fara með rangt mál Þessi samskipti rata nú aftur til umfjöllunar, meðal annars vegna þess að bæði Helga og Katrín eru í forsetaframboði. Kári, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Katrínu, vill meina að ráðherrann hafi ekki verið að styðja einkafyrirtæki frekar en Persónuvernd, heldur hafi hún verið að styðja sóttvarnalækni og fólkið í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá honum. Samskipti Kára og Katrínar sem hér eru til umfjöllunar voru síðar gerð opinber í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga segir að sér hafi fundist það svar í lagi. „Potar í hana eins og honum einum er lagið“ Þessu bréfi svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. „Hann potar í hana eins og honum einum er lagið,“ segir Helga um þetta svar Kára. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það er svarið sem allt þetta snýst um,“ segir Helga. Missir fæturna þegar stjórnvöld styðji ekki stofnanir sínar „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum.“ Þess má geta að í tilkynningu sinni sagði Kári að hann hefði ekki hótað málshöfðun, heldur sagst ætla í mál sem hann og gerði. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Helga segir að niðurstöðunni hafi verið áfrýjað til Landsréttar þar sem málið bíði nú. Helga segir Katrínu aldrei hafa verið í samskiptum við hana vegna málsins. „Hvorki fyrr né síðar.“ Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
„Ég hef notað orðið áfall, og það er eiginlega bara nákvæmlega það sem gerðist,“ segir Helga í samtali við fréttastofu. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ segir Helga. Sjá einnig: Segir Helgu fara með rangt mál Þessi samskipti rata nú aftur til umfjöllunar, meðal annars vegna þess að bæði Helga og Katrín eru í forsetaframboði. Kári, sem hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við Katrínu, vill meina að ráðherrann hafi ekki verið að styðja einkafyrirtæki frekar en Persónuvernd, heldur hafi hún verið að styðja sóttvarnalækni og fólkið í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá honum. Samskipti Kára og Katrínar sem hér eru til umfjöllunar voru síðar gerð opinber í heild sinni á vef stjórnarráðsins. Kári skrifaði í fyrstu opið bréf á Vísi þar sem hann fór fram á að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. Katrín svaraði honum með bréfi og sagði að Persónuvernd væri sjálfstæð stofnun sem starfaði á grundvelli laga. Helga segir að sér hafi fundist það svar í lagi. „Potar í hana eins og honum einum er lagið“ Þessu bréfi svaraði Kári og sagðist hissa á því að engan stuðning væri að finna í bréfi Katrínar. Aftur sagðist hann vilja að ríkisstjórnin myndi lýsa vanþóknun sinni á ákvörðun Persónuverndar. „Hann potar í hana eins og honum einum er lagið,“ segir Helga um þetta svar Kára. Í öðru bréfi Katrínar áréttaði hún að úrskurður Persónuverndar hefði komið sér mjög á óvart. Hún væri sammála mati sóttvarnalæknis að umrædd vinnsla persónuupplýsinga hafi verið hluti af opinberum sóttvarnaráðstöfunum. „Það er svarið sem allt þetta snýst um,“ segir Helga. Missir fæturna þegar stjórnvöld styðji ekki stofnanir sínar „Það að hún skyldi hoppa á hans vagn og veita honum byr undir báða vængi með því að segja: „Já það hlýtur að vera eitthvað meira til í þínum málflutningi,“ - heldur en í málflutningi þeirra sem starfa af heilindum hjá Persónuvernd. Maður missir eiginlega fæturna þegar maður fær ekki stuðning hjá sínum eigin stjórnvöldum.“ Þess má geta að í tilkynningu sinni sagði Kári að hann hefði ekki hótað málshöfðun, heldur sagst ætla í mál sem hann og gerði. Héraðsdómur Reykjavíkur felldi ákvörðun Persónuverndar úr gildi. Helga segir að niðurstöðunni hafi verið áfrýjað til Landsréttar þar sem málið bíði nú. Helga segir Katrínu aldrei hafa verið í samskiptum við hana vegna málsins. „Hvorki fyrr né síðar.“
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira