Segir alvarlegt hvernig Katrín tjáði sig um Persónuvernd Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 19:47 Helga Þórisdóttir hafði gegnt stöðu forstjóra Persónuverndar frá árinu 2015 þegar hún fór í leyfi vegna forsetaframboðsins. Vísir/Vilhelm Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi segir alvarlegt hvernig Katrín Jakobsdóttir mótframbjóðandi hennar og fyrrverandi forsætisráðherra talaði um Persónuvernd við Kára Stefánsson forstjóra ÍE í Covid-faraldrinum án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar. Í viðtali í Forystusætinu, viðtalsþáttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt er við forsetaframbjóðendur, rifjar Helga Þórisdóttir upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Viðtalið má nálgast hér, en umræðan hefst á tíundu mínútu. Áfall að forseti styddi einkafyrirtæki umfram Persónuvernd „Það var líka ákveðið áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd þegar við lentum í því að þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun, heldur en Persónuvernd, sem hefur það eina starf að fara að lögum. Og það gerðist í Covid-faraldrinum,“ segir Helga í viðtalinu. Þar sé hún að tala um Katrínu Jakobsdóttur, mótframbjóðanda hennar. Aðspurð segist hún ekki hafa átt í beinum orðaskiptum við hana. Samskiptin við Kára í átakabúning „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ segir Helga, og að um ræði Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann birti bréf Katrínar til sín í aðsendri grein á Vísi. Bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, dagsett 5. janúar 2022. Kári birti bréfið í aðsendri grein á Vísi. Þar hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ segir Helga Þórisdóttir í viðtalinu. Aðspurð segist hún þá hafa átt í samskiptum við Kára vegna málsins. „Þau hafa verið meira í átakabúningi af hans hálfu, eiginlega alla tíð. Og löngu áður en ég kom til starfa hjá Persónuvernd,“ segir Helga áður en þáttastjórnandi snýr umræðuefninu annað. Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Í viðtali í Forystusætinu, viðtalsþáttum Ríkisútvarpsins þar sem rætt er við forsetaframbjóðendur, rifjar Helga Þórisdóttir upp samskipti hennar við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og samskipti sem hann birti við Katrínu Jakobsdóttur þáverandi forsætisráðherra í Covid-faraldrinum. Viðtalið má nálgast hér, en umræðan hefst á tíundu mínútu. Áfall að forseti styddi einkafyrirtæki umfram Persónuvernd „Það var líka ákveðið áfall fyrir okkur hjá Persónuvernd þegar við lentum í því að þáverandi forsætisráðherra ákvað að stíga fram og styðja frekar einkafyrirtæki, sem hafði hótað okkur málshöfðun, heldur en Persónuvernd, sem hefur það eina starf að fara að lögum. Og það gerðist í Covid-faraldrinum,“ segir Helga í viðtalinu. Þar sé hún að tala um Katrínu Jakobsdóttur, mótframbjóðanda hennar. Aðspurð segist hún ekki hafa átt í beinum orðaskiptum við hana. Samskiptin við Kára í átakabúning „Það var sem sagt forstjóri sterks einkafyrirtækis sem átti í slíkum samskiptum við hana og birti þau samskipti,“ segir Helga, og að um ræði Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann birti bréf Katrínar til sín í aðsendri grein á Vísi. Bréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, dagsett 5. janúar 2022. Kári birti bréfið í aðsendri grein á Vísi. Þar hafi Katrín tjáð skoðun sína á framferði Persónuverndar án þess að hafa rætt við forsvarsmenn Persónuverndar um afstöðu þeirra í málinu. „Og það er dálítið alvarlegt vegna þess að við erum algjörlega sjálfstæð stofnun og eigum bara að fara að lögum,“ segir Helga Þórisdóttir í viðtalinu. Aðspurð segist hún þá hafa átt í samskiptum við Kára vegna málsins. „Þau hafa verið meira í átakabúningi af hans hálfu, eiginlega alla tíð. Og löngu áður en ég kom til starfa hjá Persónuvernd,“ segir Helga áður en þáttastjórnandi snýr umræðuefninu annað.
Persónuvernd Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira