Innlent

Á­kærður fyrir að pissa daginn eftir Fiskidaginn mikla

Jón Þór Stefánsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Dalvík, daginn eftir Fiskidaginn mikla.
Atvikið átti sér stað á Dalvík, daginn eftir Fiskidaginn mikla. Vísir/Tryggvi Páll

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir að kasta af sér þvagi á almannafæri. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu, en það er Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra sem höfðar málið.

Atvikið sem málið varðar átti sér stað á Dalvík, nánar tiltekið á tjaldsvæði austan við Ólafsfjarðarveg við Ásgarð, þann 13. ágúst í fyrra, sunnudaginn eftir Fiskidaginn mikla.

Fram kemur í ákærunni að maðurinn hafi verið að pissa á almannafæri á tjaldstæðinu þar sem að lögregla hafði afskipti af honum.

Í ákærunni segir að það teljist brot á lögreglusamþykkt fyrir Dalvíkurbyggðar og er þess krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar málsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×