Fótbolti

Fabiana brýtur blað í sögunni áður en Jói Kalli tekur við

Aron Guðmundsson skrifar
Fabiana stýrir liði AB í leik liðsins á morgun en svo er búist við því að Jóhannes Karl, sem var ráðinn þjálfari liðsins í gær, taki til starfa
Fabiana stýrir liði AB í leik liðsins á morgun en svo er búist við því að Jóhannes Karl, sem var ráðinn þjálfari liðsins í gær, taki til starfa Myndir: AB

Blað verður brotið í sögu deildarkeppni karla í fótbolta í Danmörku á morgun þegar að Fabiana Alcalá verður fyrsta konan til þess að stýra karlaliði. Fabiana stýrir AB gegn Nykobing á morgun í 2.deildinni en Jóhannes Karl Guðjónsson var í gær ráðinn AB.

Tilkynning AB í gær um ráðningu Jóhannesar Karls hljóðaði þannig að Jóhannes Karl tæki við stjórnartaumunum hjá liðinu eins fljótt og hægt er en hann mun ekki standa í boðvanginum á morgun í umræddum leik AB gegn Nykobing.

Það fellur því í skaut Fabiönu, sem hefur starfað sem heilsu- og styrktarþjálfari liðsins, að stýra liðinu í þeim leik en Fabiana var hluti af þjálfarateymi fráfarandi fyrrverandi aðalþjálfara liðsins David Roufpanah og tók við starfi bráðabirgðaþjálfara AB eftir að honum var sagt upp störfum.

„Sem kona er ég ótrúlega stolt af því að vera brjóta niður þessa múra. Ég var einu sinni þessi litla stelpa sem dreymdi um akkúrat þetta.

Fabiana á sjálf að baki feril sem leikmaður. Hún fór svo út í þjálfun. Hóf þann feril á Spáni hjá yngri liðum Espanyol áður en hún gerðist aðstoðarþjálfari hjá CE Júpiter. Þaðan lá leið hennar til Danmerkur, nánar tiltekið til AB. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×